Aðgengi að varnarskjölum aukið 20. janúar 2007 19:30 Utanríkisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kaldastríðsnefnd þingsins fái öryggisvottun frá NATO og geti þannig óhindrað farið í gegnum öll skjöl um öryggis- og varnarmál. Í svari til nefndarinnar er bent á þá afstöðu að veita ber almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að slíkum skjölum, svo fremi að samningar við erlend ríki hindri það ekki. Kalda stríðsnefndin stefnir að því að skila af sér fyrir mánaðamót, skýrslu og frumvarpi til laga um aðgang fræðimanna að gögnum um öryggis- og varnarmál á tímabilinu 1945 til 1991. Í samræmi við nýja stefnu Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra um opnara ráðuneyti er nefndin og þeir fræðimenn sem hún tilgreinir boðnir velkomnir. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að nefndin, eða þeir fræðimenn sem þeir tilnefni, fái aðgang að öllum skjölum svo fremi sem þjóðréttarskuldbingingar hindir það ekki. Þá sé ráðuneytið tilbúið til að hlutast til um það að viðkomandi fái öryggisvottun frá NATO. Geti viðkomandi þá skoðað allt efni og tiltekið hvaða gögn þarf að fá aflétt af leynd samkvæmt samþykki samstarfsþjóða. Magnið af skjölum kann að verða vandamál. Í svari til nefndarinnar kemur fram að skjöl frá þessum tíma sem kunna að varða öryggismál þekja yfir 1300 metra af hillum. Það er talið að það kunni að þurfa þrjú ársverk til þess að gera þrettán hundurð hillumetra af skjölum aðgengileg. Í svar til nenfdarinnar er svo bent á þennan nýja tón gagnvart aðgangi að upplýsingum ráðuneytisins að veita beri almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að skjölum um öryggis og varnarmál - svo fremi sem þjóðréttarsamningar hindir það ekki. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Utanríkisráðuneytið mun beita sér fyrir því að kaldastríðsnefnd þingsins fái öryggisvottun frá NATO og geti þannig óhindrað farið í gegnum öll skjöl um öryggis- og varnarmál. Í svari til nefndarinnar er bent á þá afstöðu að veita ber almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að slíkum skjölum, svo fremi að samningar við erlend ríki hindri það ekki. Kalda stríðsnefndin stefnir að því að skila af sér fyrir mánaðamót, skýrslu og frumvarpi til laga um aðgang fræðimanna að gögnum um öryggis- og varnarmál á tímabilinu 1945 til 1991. Í samræmi við nýja stefnu Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra um opnara ráðuneyti er nefndin og þeir fræðimenn sem hún tilgreinir boðnir velkomnir. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að nefndin, eða þeir fræðimenn sem þeir tilnefni, fái aðgang að öllum skjölum svo fremi sem þjóðréttarskuldbingingar hindir það ekki. Þá sé ráðuneytið tilbúið til að hlutast til um það að viðkomandi fái öryggisvottun frá NATO. Geti viðkomandi þá skoðað allt efni og tiltekið hvaða gögn þarf að fá aflétt af leynd samkvæmt samþykki samstarfsþjóða. Magnið af skjölum kann að verða vandamál. Í svari til nefndarinnar kemur fram að skjöl frá þessum tíma sem kunna að varða öryggismál þekja yfir 1300 metra af hillum. Það er talið að það kunni að þurfa þrjú ársverk til þess að gera þrettán hundurð hillumetra af skjölum aðgengileg. Í svar til nenfdarinnar er svo bent á þennan nýja tón gagnvart aðgangi að upplýsingum ráðuneytisins að veita beri almenningi og fræðimönnum fullan aðgang að skjölum um öryggis og varnarmál - svo fremi sem þjóðréttarsamningar hindir það ekki.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira