Áhætta í evrulaunum 8. janúar 2007 18:30 Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira