Tveir dvergkafbátar seldir 8. janúar 2007 19:15 Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Íslenska hátæknifyrirtækið Hafmynd hefur samið við tvo kaupendur um sölu á dvergkafbát sem fyrirtækið hefur framleitt. Samanlagt kaupverð er tæpar hundrað milljónir. Annar báturinn fer til Ástralíu en ekki fæst gefið upp að sinni hvert hinn fer. Vonast er til að fimm til átta kafbátar til viðbótar verði seldir síðar á árinu. GAIVA kafbátarnir sem hér um ræðir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá hverju sinni. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Bandaríski flotinn, Háskóli Bresku Kólumbíu og Rannsóknarráð Kanada hafa þegar fest kaup á bátum af þessari gerð. Það var svo í dag sem tilkynnt var að tveir aðilar til viðbótar hefðu fest kaup á kafbátnum. Annar kaupandi vill ekki gefa sig fram um sinn en þar er um að ræða nágrannaríki Íslands innan Atlantshafsbandalagsins. Hinn kaupandinn er rannsóknarstofa á vegum ástralska varnarmálaráðuneytisins. Kaupverð fyrstu tveggja bátanna til þessara nýju kaupenda er samtals tæpar hundrað milljónir króna. Á blaðamannafundinum kom fram að þróunarkostnaður við kafbátana hlypi á hundruðum milljóna og vonir væru bundnar við að fimm til átta bátar til viðbótar yrðu seldir á þessu ári. Einnig var greint frá því í dag að í fyrra hefði eitt virtasta rannsóknarfyrirtæki heims, Frost og Sullivan veitt Hafmynd sérstök verðlaun fyrir kafbátinn og þar með fyrir byltingakennda lausn í öryggismálum ríkja. Hafmynd er þar með í flokki stærstu fyrirtækjum heims í hátækni- og hergagnaiðnaði, þar á meðal Kinetik Group, Lockheed Martin og Raytheon. Torfi Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hafmyndar, segir þetta staðfesta viðtökur markaðarins, þá sérstakelga á sviði öryggiseftirlits og varna gegn hryðjuverkum, sem sé stór og vaxandi markaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira