Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna 5. janúar 2007 15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira