Virkjum íslenska þekkingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar