Stöndum vörð um Nónhæð 18. ágúst 2007 03:00 Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar