Kvótinn og krónan 15. ágúst 2007 07:00 Aðalhöfundur kvótans hefur varið verk sín í kvótamálum með, að útgerðin hafi þá verið á hausnum. Rétta hafi þurft hana við fjárhagslega og það hafi verið gert með kvótanum, sem útgerðarmenn fengu að gjöf. Þaðan nafnið gjafakvóti. Þetta gekk sæmilega fyrst og dældi peningum inn í þjóðfélagið, þar sem margir seldu gjafakvótann og fóru svo í bili til Spánar til að hvíla sig eftir að hafa setið í útgerðarskuldasúpu í 20-30 ár. Þetta var nú meiri munurinn. Sitja í sólinni með senjorítu sér við hlið, oft nótt sem dag. Kvótakerfið er að hruni komið. Veitt hefur verið meira en þorskurinn og loðnan þolir. Allt gæt hrunið einn dag. Enginn fiskur eftir til að veðsetja lengur, bæði veiddan og óveiddan í fisklausum kvóta. Þá lána erlendir bankar okkur ekki lengur nein stórlán, þar sem þorskurinn og kvótinn hefur verið veðið fyrir erlendu lánunum. Ef þessi stórlán stoppa fellur krónan jafnvel í frjálsu falli og kvótakerfið með. Kvótakerfið er veðsett bönkunum, sem taka það upp í skuld, ef lítið veiðist. Krónan okkar fellur og verður lítils virði. Er núna jafnvel á brúninni með að falla eftir því sem erlendir banka gera sér betur og betur grein fyrir hættu á algjöru hruni á þorskastofni okkar. Núverandi samdráttur í þorskveiðum dugar skammt til að rétta þorskinn við. Meiri loðnu og sandsíli o. fl. vantar sem æti fyrir þorskinn. Víða er ekkert æti. Við eigum að leita til Seðlabanka Evrópu með stórt evrulán til að hafa á hendinni, ef kreppir að með lán úr öðrum áttum. Einnig eigum við að letia til Kínverja með lán. Þeir eiga mikið laust fé til að lána t.d. okkur Íslendingum. Stofna þarf stórna, ríkan og fémikinn sjóð, sem höfundur hefur kallað Kvótasjóðurinn ohf eða opinbert hlutafélag. Hann gæti keypt skuldugar útgerðir með manni og mús. Tæki við eignum, skuldum og kvóta. Togurum yrði lagt en kvótinn færi til þorpa úti á landi sem leigukvóti. Allur fiskur unnin í landi og seldur út sem unnin og dýr vara. Auka tekjur okkar í gjaldeyri sem mest þó draga þurfi úr veiðum. Hætta að landa erlendis og selja gámafisk. Björgum krónunni frá falli. Frítt fall krónunnar færi með allt. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Aðalhöfundur kvótans hefur varið verk sín í kvótamálum með, að útgerðin hafi þá verið á hausnum. Rétta hafi þurft hana við fjárhagslega og það hafi verið gert með kvótanum, sem útgerðarmenn fengu að gjöf. Þaðan nafnið gjafakvóti. Þetta gekk sæmilega fyrst og dældi peningum inn í þjóðfélagið, þar sem margir seldu gjafakvótann og fóru svo í bili til Spánar til að hvíla sig eftir að hafa setið í útgerðarskuldasúpu í 20-30 ár. Þetta var nú meiri munurinn. Sitja í sólinni með senjorítu sér við hlið, oft nótt sem dag. Kvótakerfið er að hruni komið. Veitt hefur verið meira en þorskurinn og loðnan þolir. Allt gæt hrunið einn dag. Enginn fiskur eftir til að veðsetja lengur, bæði veiddan og óveiddan í fisklausum kvóta. Þá lána erlendir bankar okkur ekki lengur nein stórlán, þar sem þorskurinn og kvótinn hefur verið veðið fyrir erlendu lánunum. Ef þessi stórlán stoppa fellur krónan jafnvel í frjálsu falli og kvótakerfið með. Kvótakerfið er veðsett bönkunum, sem taka það upp í skuld, ef lítið veiðist. Krónan okkar fellur og verður lítils virði. Er núna jafnvel á brúninni með að falla eftir því sem erlendir banka gera sér betur og betur grein fyrir hættu á algjöru hruni á þorskastofni okkar. Núverandi samdráttur í þorskveiðum dugar skammt til að rétta þorskinn við. Meiri loðnu og sandsíli o. fl. vantar sem æti fyrir þorskinn. Víða er ekkert æti. Við eigum að leita til Seðlabanka Evrópu með stórt evrulán til að hafa á hendinni, ef kreppir að með lán úr öðrum áttum. Einnig eigum við að letia til Kínverja með lán. Þeir eiga mikið laust fé til að lána t.d. okkur Íslendingum. Stofna þarf stórna, ríkan og fémikinn sjóð, sem höfundur hefur kallað Kvótasjóðurinn ohf eða opinbert hlutafélag. Hann gæti keypt skuldugar útgerðir með manni og mús. Tæki við eignum, skuldum og kvóta. Togurum yrði lagt en kvótinn færi til þorpa úti á landi sem leigukvóti. Allur fiskur unnin í landi og seldur út sem unnin og dýr vara. Auka tekjur okkar í gjaldeyri sem mest þó draga þurfi úr veiðum. Hætta að landa erlendis og selja gámafisk. Björgum krónunni frá falli. Frítt fall krónunnar færi með allt. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar