Hvað eiga bílaumboðið Hekla og Hekluskógar sameiginlegt? 4. ágúst 2007 07:30 Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar