Vopnasalar borða líka fisk 27. júlí 2007 07:45 Undanfarnar vikur höfum við fylgst með óhefðbundnum aðgerðum um það bil 30 manna hóps gegn álverum og ýmsu fleiru, með dyggri aðstoð sumra fjölmiðla. Í sumum tilvikum höfum við einnig hlýtt á viðtöl við talsmenn hópsins. Þar hefur meðal annars ítrekað komið fram að mótmæli gegn álverum snúist um að ál sé notað til vopnaframleiðslu og í „hernaði". Nú vitum við auðvitað öll að ál er notað til ótal margra hluta, til dæmis í matvæla- og lyfjaiðnaði, í bíla, skip, flugvélar, ljósastaura, hljómflutningstæki, myndavélar, úðabrúsa, farsíma… og þannig mætti afar lengi telja. Ætla verður að mótmælendurnir fyrrnefndu takmarki af fremsta megni eigin notkun á öllu sem áli tengist. Hvað vopnaframleiðsluna varðar þá vitum við hins vegar líka öll að þar koma ýmis efni og aðrar bjargir til sögunnar en ál. Þess má til dæmis geta að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa þróað hugbúnað samkvæmt samningum við bæði breska og bandaríska herinn. Gott ef norski herinn átti ekki einhvern tímann samstarf við íslenska framleiðendur hlífðarfatnaðar. Allt er þetta gott og blessað. Þarna er um að ræða arðbær viðskipti við bandamenn, ríki sem við höfum áratugum saman starfað með í varnarbandalagi og höfum átt við beint samstarf um varnir Íslands.Hlusta hermenn á Björk?Eða hvað? Geta þessi hugbúnaðarfyrirtæki átt von á málningarslettum á sín húsakynni? Að starfsemi þeirra verði trufluð þar til fjölmiðlar hafa náð að mynda uppákomurnar? En hvað þá með aðra aðila sem hafa framleitt varning sem hermenn og jafnvel hershöfðingjar nota? Ætli bandarískir hermenn hlusti á Björk? Ætli sovéskir hershöfðingjar hafi jafnvel sporðrennt íslenskri saltsíld áður en haldið var með skriðdrekana inn í Búdapest eða Prag? Hver er þá samviska fólksins sem saltaði hér síldina niður í tunnur? Hvað ef jafnvel vopnaframleiðendur, til dæmis í Svíþjóð, borða fisk? Getum við þá verið að veiða hann og selja þangað út?Er kannski orðið tímabært að fjölmiðlar fari að hlífa okkur við þessum málflutningi?Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur höfum við fylgst með óhefðbundnum aðgerðum um það bil 30 manna hóps gegn álverum og ýmsu fleiru, með dyggri aðstoð sumra fjölmiðla. Í sumum tilvikum höfum við einnig hlýtt á viðtöl við talsmenn hópsins. Þar hefur meðal annars ítrekað komið fram að mótmæli gegn álverum snúist um að ál sé notað til vopnaframleiðslu og í „hernaði". Nú vitum við auðvitað öll að ál er notað til ótal margra hluta, til dæmis í matvæla- og lyfjaiðnaði, í bíla, skip, flugvélar, ljósastaura, hljómflutningstæki, myndavélar, úðabrúsa, farsíma… og þannig mætti afar lengi telja. Ætla verður að mótmælendurnir fyrrnefndu takmarki af fremsta megni eigin notkun á öllu sem áli tengist. Hvað vopnaframleiðsluna varðar þá vitum við hins vegar líka öll að þar koma ýmis efni og aðrar bjargir til sögunnar en ál. Þess má til dæmis geta að íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa þróað hugbúnað samkvæmt samningum við bæði breska og bandaríska herinn. Gott ef norski herinn átti ekki einhvern tímann samstarf við íslenska framleiðendur hlífðarfatnaðar. Allt er þetta gott og blessað. Þarna er um að ræða arðbær viðskipti við bandamenn, ríki sem við höfum áratugum saman starfað með í varnarbandalagi og höfum átt við beint samstarf um varnir Íslands.Hlusta hermenn á Björk?Eða hvað? Geta þessi hugbúnaðarfyrirtæki átt von á málningarslettum á sín húsakynni? Að starfsemi þeirra verði trufluð þar til fjölmiðlar hafa náð að mynda uppákomurnar? En hvað þá með aðra aðila sem hafa framleitt varning sem hermenn og jafnvel hershöfðingjar nota? Ætli bandarískir hermenn hlusti á Björk? Ætli sovéskir hershöfðingjar hafi jafnvel sporðrennt íslenskri saltsíld áður en haldið var með skriðdrekana inn í Búdapest eða Prag? Hver er þá samviska fólksins sem saltaði hér síldina niður í tunnur? Hvað ef jafnvel vopnaframleiðendur, til dæmis í Svíþjóð, borða fisk? Getum við þá verið að veiða hann og selja þangað út?Er kannski orðið tímabært að fjölmiðlar fari að hlífa okkur við þessum málflutningi?Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar