Enn um Jesúm og heimsendi 23. júlí 2007 06:30 Fyrir skemmstu birtist á þessum síðum greinin „Viðheldur fáfræði kristninni?“ þar sem ég benti m.a. á þá staðreynd að stór hluti fræðimanna í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi frá því bók Alberts Schweitzer „Leitin að hinum sögulega Jesú“ kom út árið 1906 litið á Jesúm sem heimsendaspámann. Ef eitthvað er að marka viðbrögðin sem ég hef fengið við greininni á almenningur erfitt með að trúa þessu upp á „frelsarann“. Hvað sem því líður virðist heimsendatrúin enn lifa góðu lífi innan Þjóðkirkjunnar, eins og sjá má í prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar „Lausn yðar er í nánd“, sem hýst er á tru.is. Í vangaveltum sínum segir Bolli að sama hversu mikill sem hræðsluáróðurinn um fuglaflensuna og hlýnun jarðar verður séu þetta „ekki tákn um endalok heims vegna þess að þetta eru einmitt hugmyndir okkar mannfólksins um endalokin“. Bolli er á því að „Guð“ kristinna manna hafi það á sinni „könnu að ákvarða um endalokin, hvernig svo sem þau verða?“ Síðan veltir hann því upp „af hverju í ósköpunum er ég að fjalla um endalokin á þessum kyrrláta og góða tíma sem aðventan er“? Svarið er einfaldlega „að guðspjall dagsins [Lúkas, 21:25-33] fjallar um komu Jesú hina síðari er ‚himinn og jörð munu líða undir lok“, sem sýnir skýrt að með endurkomunni er „ekki einvörðungu um að ræða friðsama birtingu jólabarnsins“. Eins og tæplega helmingur Bandaríkjamanna virðist Bolli trúa að Jesú sé væntanlegur með sverð í hendi. „Já, Jesús kemur fyrr en varir á skýi og mun dæma lifendur og dauða eins og við kristið fólk höfum játað og játum enn.“ Eina leiðin til þess að forðast skapofsa „jólabarnsins“ er að mati Bolla stöðugur undirbúningur, sem hlýtur að fela í sér að meðtaka kristna trú og rækta hana, „þannig að koma hans verði okkur í raun ekki til dóms, heldur til hjálpræðis“. Nú ætti öllum að vera ljóst að Biblían boðar heimsendi, sem mun bresta á fyrr eða síðar. Skiptir þá litlu hvort ummerki hans megi greina í samtímanum, eins og áróðursmeistarar sjónvarpsstöðvarinnar Ómega halda fram, eða hvort hann muni koma okkur að óvörum, eins og Bolli ýjar að. Þá mun hinn friðsami Jesú skólakristinfræðinnar snúa aftur til jarðar í vondu skapi og fara, eins og Bolli gefur í skyn, með ófriði gegn öllum þeim sem ekki á hann trúa. Nú skil ég eina ástæðu þess að sr. Birgir Ásgeirsson, sem ég gagnrýndi nýlega í greininni „Þjóðkirkjan, umburðarlyndi og heimska“ (Fbl., 21/12, 2006), kallar alla þá sem hafna meintri tilvist Guðs kristinnar, þ.e. á fimmta milljarð einstaklinga, „heimskingja“: Þeir sem ekki játa trú á „jólabarnið“ eiga líklega yfir höfði sér dauðadóm þegar „það“ snýr aftur til jarðar. Höfundur er doktor í vísindasagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á þessum síðum greinin „Viðheldur fáfræði kristninni?“ þar sem ég benti m.a. á þá staðreynd að stór hluti fræðimanna í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi frá því bók Alberts Schweitzer „Leitin að hinum sögulega Jesú“ kom út árið 1906 litið á Jesúm sem heimsendaspámann. Ef eitthvað er að marka viðbrögðin sem ég hef fengið við greininni á almenningur erfitt með að trúa þessu upp á „frelsarann“. Hvað sem því líður virðist heimsendatrúin enn lifa góðu lífi innan Þjóðkirkjunnar, eins og sjá má í prédikun sr. Bolla Péturs Bollasonar „Lausn yðar er í nánd“, sem hýst er á tru.is. Í vangaveltum sínum segir Bolli að sama hversu mikill sem hræðsluáróðurinn um fuglaflensuna og hlýnun jarðar verður séu þetta „ekki tákn um endalok heims vegna þess að þetta eru einmitt hugmyndir okkar mannfólksins um endalokin“. Bolli er á því að „Guð“ kristinna manna hafi það á sinni „könnu að ákvarða um endalokin, hvernig svo sem þau verða?“ Síðan veltir hann því upp „af hverju í ósköpunum er ég að fjalla um endalokin á þessum kyrrláta og góða tíma sem aðventan er“? Svarið er einfaldlega „að guðspjall dagsins [Lúkas, 21:25-33] fjallar um komu Jesú hina síðari er ‚himinn og jörð munu líða undir lok“, sem sýnir skýrt að með endurkomunni er „ekki einvörðungu um að ræða friðsama birtingu jólabarnsins“. Eins og tæplega helmingur Bandaríkjamanna virðist Bolli trúa að Jesú sé væntanlegur með sverð í hendi. „Já, Jesús kemur fyrr en varir á skýi og mun dæma lifendur og dauða eins og við kristið fólk höfum játað og játum enn.“ Eina leiðin til þess að forðast skapofsa „jólabarnsins“ er að mati Bolla stöðugur undirbúningur, sem hlýtur að fela í sér að meðtaka kristna trú og rækta hana, „þannig að koma hans verði okkur í raun ekki til dóms, heldur til hjálpræðis“. Nú ætti öllum að vera ljóst að Biblían boðar heimsendi, sem mun bresta á fyrr eða síðar. Skiptir þá litlu hvort ummerki hans megi greina í samtímanum, eins og áróðursmeistarar sjónvarpsstöðvarinnar Ómega halda fram, eða hvort hann muni koma okkur að óvörum, eins og Bolli ýjar að. Þá mun hinn friðsami Jesú skólakristinfræðinnar snúa aftur til jarðar í vondu skapi og fara, eins og Bolli gefur í skyn, með ófriði gegn öllum þeim sem ekki á hann trúa. Nú skil ég eina ástæðu þess að sr. Birgir Ásgeirsson, sem ég gagnrýndi nýlega í greininni „Þjóðkirkjan, umburðarlyndi og heimska“ (Fbl., 21/12, 2006), kallar alla þá sem hafna meintri tilvist Guðs kristinnar, þ.e. á fimmta milljarð einstaklinga, „heimskingja“: Þeir sem ekki játa trú á „jólabarnið“ eiga líklega yfir höfði sér dauðadóm þegar „það“ snýr aftur til jarðar. Höfundur er doktor í vísindasagnfræði.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar