Að umreikna gráður í krónur Sigurjón Þórðarson skrifar 30. júní 2007 07:00 Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hagfræðingarnir í HÍ eru að eigin mati gríðarlega klókir í líffræði og þá munar ekkert um að breyta mögulegu hækkuðu hitastigi andrúmsloftsins um örfáar gráður í framtíðinni í hundruða milljóna tap fyrir þjóðarbúið. Árið 2004 reiknaði Ragnar Árnason að þjóðarbúið tapaði 800 milljónum króna á gróðurhúsaáhrifum sem hækka hitastigið einhvern tímann í framtíðinni. Nú reikna sömu snillingar út nýjan sannleika sem felur í sér að þjóðarbúið græði gríðarlega á að hætta þorskveiðum í nokkur ár. Þessi speki byggir að miklu leyti á því að þeim mun stærri sem hrygningarstofninn er eigi hann að gefa af sér hlutfallslega meiri nýliðun. Það er auðvitað auðskilið hjá hagfræðingunum þar sem vitað er að eftir því sem summa manna á bankabók er stærri er hægt að semja um hærri vexti af inneigninni. Í raunveruleikanum hefur ekki verið hægt að sjá fylgni með aukinni nýliðun og stærri hrygningarstofni og það benti Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur nýlega á. Ef þessi líffræði sem Hagfræðistofnun byggir á væri rétt væri hægt að ganga þurrum fótum á fiskitorfu heimsálfa á milli þar sem meiri fiskur gefur af sér enn meiri fisk. Raunveruleikinn er samt ekki þessi enda stangast þessir útreikningar á við alla viðtekna vistfræði. Núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson hefur einhverra hluta vegna haft sjálfstraust til þess að fara yfir galnar forsendur allra þessara útreikninga og fara skipulega yfir rök þeirra sem hafa gagnrýnt málefnalega forsendur núverandi fiskveiðistjórnar. Staðreyndin er sú að ekki einni krónu úr samkeppnisdeild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins hefur verið varið til þess að styðja við rannsóknir sem gætu varpað rýrð á aðferðafræði Hafró. Þær rannsóknir sem hafa fengið styrk snerta umdeilda veiðiráðgjöf lítið sem ekki neitt, s.s. rannsóknir á töskukrabba, erfðafræði leturhumars, sæbjúgum og útbreiðslu á beitukóngi. Íslenska þjóðin og hvað þá Vestfirðingar hljóta að gera þá kröfu að ráðherrann fari gaumgæfilega yfir öll rök þegar hann tekur ákvörðun um hvernig veiðum skal háttað á næsta fiskveiðiári. Höfundur er líffræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar