Menning og morðvopn 21. júní 2007 02:00 Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar