Að byggja upp þorskstofninn 21. júní 2007 02:00 Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun