Búlgaría og Rúmenía Paul Nikolov skrifar 15. júní 2007 06:00 Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkistjórnin tilkynnti að því yrði frestað til ársins 2009 að heimila íbúum Búlgaríu og Rúmeníu að koma til landsins og vinna eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra velferðamála, í Blaðinu: „Við erum að nýta okkar þetta frestunarákvæði, en þeir hafa heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur." Þetta þykir mér skrýtið - í vor lofaði Samfylkingin að atvinnuleyfi yrðu afhent einstaklingum en ekki fyrirtækjum. Sérstaklega finnst mér skrýtið að Jóhanna skyldi minnast á starfsmannaleigur. Við þurfum ekki að líta lengi í kringum okkur til að sjá hver árangurinn er þegar fólk kemur hingað í gegnum starfsmannaleigur: fólk sem er misnotað og vinnur ekki í samræmi við íslenska kjarasamninga - sem skaðar líka laun Íslendinga. Í sumum tilfellum vinnur fólk sem hingað kemur í gegnum starfsmannaleigur sem þrælar. Vill þessi ríkistjórn þrælahald frekar en sanngjarnt og lögfylgjandi vinnuafl sem er gott fyrir landið allt? En það sem vakti athygli mína var þegar Jóhanna bætti við: „Við höfum svigrúm til að fresta þessu til lengri tíma, eða til 2014. En við munum endurmeta stöðuna fyrir þann tíma og getum þá athugað hvort ástæða sé til þess að nýta frestinn enn frekar." Ég vil gjarnan fá að vita hvaða ástand það er sem ríkir núna sem kallar á þessa hindrun. Síðan Ísland var opnað fyrir 10 nýjum ESB löndum í maí 2006 hefur atvinnuleysi minnkað. Sparaði ekki meðalheimilið 123 þúsund krónur á síðasta ári vegna þátttöku útlendinga á íslenskum vinnumarkaði? Hvaða ástand ríkir hér sem gerir það góða hugmynd að koma í veg fyrir að fólk sem vill koma hingað fái að koma? Staðreyndin er sú að fólk sem kemur hingað frá ESB-ríkjunum þarf að finna starf innan 6 mánaða eða fara á brott. Hver er þá áhættan? Af hverju erum við að segja við Rúmena og Búlgara að þeir megi ekki nýta réttindi sín sem ESB-ríkisborgarar? Þessi ríkistjórn segist vilja taka vel á móti þeim sem hingað koma. En tilgangslaus frestun gerir ekkert fyrir það fólk eða Ísland. Þvert á móti - þegar við krefjumst þess að fólk sem hefur unnið sér inn aðild að ESB komi hingað í gegnum starfsmannaleigur, bitnar það bæði á innflytjendum og Íslendingum. Að taka vel á móti þeim sem hingað koma er spurning um pólitískan vilja: annaðhvort viljum við gera það, eða ekki. Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri-grænna í Reykjavík norður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar