Árangur Íslenska dansflokksins 12. júní 2007 05:45 Í gagnrýni um dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær, eyðir Páll Baldvin Baldvinsson, drjúgu plássi í að fjalla um árangur í starfi Íslenska dansflokksins. Þar setur hann fram nokkrar fullyrðingar sem ástæða er til að svara. „Dansleikhússamkeppnin hefur enda engu skilað: verkin eru ekki endurflutt," skrifar Páll. Íslenski dansflokkurinn hefur frá því keppnin hófst árið 2003 þróað verkefni áfram og gefið verðlaunahöfundum frekari tækifæri. Dæmi. Vinningsverk Helenu Jónsdóttur í fyrstu keppninni árið 2003, Open Source, var þróað áfram og frumsýnt í fullri lengd í febrúar 2005 á vegum Id. Verkið hefur verið sýnt áfram, nú síðast í Kína í maí og verður tekið upp að nýju í september n.k. Verk Guðmundar Helgasonar, Party, sem vann áhorfendaverðlaun árið 2003, var sýnt á vegum flokksins, sem hluti af haustsýningu það ár. Halla Ólafsdóttir, sem sigraði keppnina árið 2005, samdi verk fyrir danssmiðju Id starfsárið 2005-2006. Tveir verðlaunahöfundar, Marta Nordal og Peter Anderson, hafa í vetur þróað verk á vegum Id og LR og var fyrsti afrakstur þeirrar vinnu sýndur á föstudagskvöld. „[N]ýsmíði verka stopult áhugamál...." segir enn fremur í gagnrýninni. Frá árinu 1996 til dagsins í dag hefur Íslenski dansflokkurinn frumsýnt 25 stærri íslensk dansverk, sem öll hafa verið frumsamin. Á sama tíma hefur flokkurinn sýnt 28 erlend verk, þar af hafa 14 verk verið frumsamin fyrir flokkinn. Yfir 20 önnur smærri verkefni og samstarfsverkefni hafa verið sýnd á sama tíma og hafa Íslendingar verið höfundar allra þeirra verkefna. Flokkurinn hefur m.a. staðið fyrir 8 danssmiðjum á síðustu 3 árum þar sem ungir danshöfundar hafa spreytt sig við nýsmíði. Þeir höfundar hafa all flestir komið úr sjálfstæða geiranum og hefur því flokkurinn sannarlega stundað „brúarsmíð" milli aðila í íslenska dansheiminum. Aðsókn að íslenskum listdansi má sannarlega efla og fagnar Íslenski dansflokkurinn allri málaefnalegri umræðu um hvernig styrkja megi stöðu dansins meðal listgreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í gagnrýni um dansleikhússamkeppni Íslenska dansflokksins og Leikfélags Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær, eyðir Páll Baldvin Baldvinsson, drjúgu plássi í að fjalla um árangur í starfi Íslenska dansflokksins. Þar setur hann fram nokkrar fullyrðingar sem ástæða er til að svara. „Dansleikhússamkeppnin hefur enda engu skilað: verkin eru ekki endurflutt," skrifar Páll. Íslenski dansflokkurinn hefur frá því keppnin hófst árið 2003 þróað verkefni áfram og gefið verðlaunahöfundum frekari tækifæri. Dæmi. Vinningsverk Helenu Jónsdóttur í fyrstu keppninni árið 2003, Open Source, var þróað áfram og frumsýnt í fullri lengd í febrúar 2005 á vegum Id. Verkið hefur verið sýnt áfram, nú síðast í Kína í maí og verður tekið upp að nýju í september n.k. Verk Guðmundar Helgasonar, Party, sem vann áhorfendaverðlaun árið 2003, var sýnt á vegum flokksins, sem hluti af haustsýningu það ár. Halla Ólafsdóttir, sem sigraði keppnina árið 2005, samdi verk fyrir danssmiðju Id starfsárið 2005-2006. Tveir verðlaunahöfundar, Marta Nordal og Peter Anderson, hafa í vetur þróað verk á vegum Id og LR og var fyrsti afrakstur þeirrar vinnu sýndur á föstudagskvöld. „[N]ýsmíði verka stopult áhugamál...." segir enn fremur í gagnrýninni. Frá árinu 1996 til dagsins í dag hefur Íslenski dansflokkurinn frumsýnt 25 stærri íslensk dansverk, sem öll hafa verið frumsamin. Á sama tíma hefur flokkurinn sýnt 28 erlend verk, þar af hafa 14 verk verið frumsamin fyrir flokkinn. Yfir 20 önnur smærri verkefni og samstarfsverkefni hafa verið sýnd á sama tíma og hafa Íslendingar verið höfundar allra þeirra verkefna. Flokkurinn hefur m.a. staðið fyrir 8 danssmiðjum á síðustu 3 árum þar sem ungir danshöfundar hafa spreytt sig við nýsmíði. Þeir höfundar hafa all flestir komið úr sjálfstæða geiranum og hefur því flokkurinn sannarlega stundað „brúarsmíð" milli aðila í íslenska dansheiminum. Aðsókn að íslenskum listdansi má sannarlega efla og fagnar Íslenski dansflokkurinn allri málaefnalegri umræðu um hvernig styrkja megi stöðu dansins meðal listgreina.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar