Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari 9. mars 2007 05:00 Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun