Nýr sæstrengur væntanlegur 30. desember 2006 15:00 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Ísland hefur hingað til verið tengt við umheiminn með tveimur sæstrengjum, Cantat-3 og Farice-1, og einum gervihnetti. Sæstrengirnir hafa undanfarið bilað og netumferð því legið niðri eða verið mjög hæg og er því ljóst að brýn nauðsyn er að tryggja hagsmuni fyrirtækja, einstaklinga og opinberra stofnanna með því að leggja nýjan sæstreng. Stofnkostnaður við lagningu nýs sæstrengs er talinn vera á bilinu 2,8 til 3,9 milljarðar króna eftir því hvaða leið verður valin. Meðal hugmynda um útfærslu og fjármögnun er að ræða við Færeyinga sem hafa þegar ákveðið að leggja annan streng og að fjármögnun gæti orðið með svipuðu sniði og var við Farice-1 strenginn. Samkvæmt því yrði um 30% stofnkostnaðar fjármagnaður með nýju hlutafé en 70% tekin að láni til 12 ára. Stofnframlag yrði því að vera kringum einn milljarður króna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að til greina komi annars vegar að stofna nýtt félag um lagningu nýja strengsins eða að semja við Farice um verkefnið. Verði síðarnefnda leiðin farin væri einnig hugsanlegt að ræða við fjarskiptafyrirtækin og fleiri hagsmunaaðila um að leggja fram fjármagn. Þessar leiðir yrðu kannaðar á næstu dögum og vikum. Ráðherra segir að engan tíma megi missa og segir brýnt að koma málinu af stað hið fyrsta. Verði ákvörðun tekin um lagningu strengs á næstu vikum má gera ráð fyrir að undirbúningur og rannsóknir taki mestan hluta næsta árs og að lagning strengs færi fram árið 2008. Með því móti væri unnt að taka nýjan streng í notkun seint á árinu 2008. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að hefja undirbúning að lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu. Samgönguráðherra mun fyrstu dagana í janúar ræða við þá sem málið snertir, fulltrúa fjarskiptafyrirtækjanna, stjórn Farice og aðra hagsmunaaðila. Ísland hefur hingað til verið tengt við umheiminn með tveimur sæstrengjum, Cantat-3 og Farice-1, og einum gervihnetti. Sæstrengirnir hafa undanfarið bilað og netumferð því legið niðri eða verið mjög hæg og er því ljóst að brýn nauðsyn er að tryggja hagsmuni fyrirtækja, einstaklinga og opinberra stofnanna með því að leggja nýjan sæstreng. Stofnkostnaður við lagningu nýs sæstrengs er talinn vera á bilinu 2,8 til 3,9 milljarðar króna eftir því hvaða leið verður valin. Meðal hugmynda um útfærslu og fjármögnun er að ræða við Færeyinga sem hafa þegar ákveðið að leggja annan streng og að fjármögnun gæti orðið með svipuðu sniði og var við Farice-1 strenginn. Samkvæmt því yrði um 30% stofnkostnaðar fjármagnaður með nýju hlutafé en 70% tekin að láni til 12 ára. Stofnframlag yrði því að vera kringum einn milljarður króna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að til greina komi annars vegar að stofna nýtt félag um lagningu nýja strengsins eða að semja við Farice um verkefnið. Verði síðarnefnda leiðin farin væri einnig hugsanlegt að ræða við fjarskiptafyrirtækin og fleiri hagsmunaaðila um að leggja fram fjármagn. Þessar leiðir yrðu kannaðar á næstu dögum og vikum. Ráðherra segir að engan tíma megi missa og segir brýnt að koma málinu af stað hið fyrsta. Verði ákvörðun tekin um lagningu strengs á næstu vikum má gera ráð fyrir að undirbúningur og rannsóknir taki mestan hluta næsta árs og að lagning strengs færi fram árið 2008. Með því móti væri unnt að taka nýjan streng í notkun seint á árinu 2008.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira