Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna 17. desember 2006 18:42 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið. Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið.
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira