Markaðsvirði Icelandair hækkaði um milljarð við skráningu 14. desember 2006 12:00 Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. Útboðsgengið á hlutabréfum í Icelandair fyrir skráninguna í morgun var 27, sem þýðir að félagið var metið á 27 milljarða króna. Strax við upphaf skráningar fór gengið í 27,8, og því hækkaði markaðsvirði félagsins um tæpan milljarð. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir skráninguna þýða fjölgun í eigendahópnum sem styrki og efli fyrirtækið. Fyrirtækið hafi vaxið ört undanfarin ár og Icelandair ætli sér að taka þátt í auknum vexti ferðaþjónustunnar sem framundan sé í heiminum. Skráningin stuðli að auknum aga á rekstri fyrirtækisins. Jón Karl segir enn fremur að skráningin auki sveigjanleika fyrirtækisins því nú komi erlendir fjárfestar inn í það sem sé mjög ánægjulegt. Vonandi verði meiri áhugi þar og þar með geti fyrirtækið vaxið meira inn á fleiri erlenda markaði. Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallar Íslands, telur sérstaklega hagstætt að ganga inn í Kauphöllina um þessar mundir þegar hún er orðin hluti af Norrænu Kauphöllinni OMX Nordic Exchange. Þetta skapi Icelandair og öðrum skráðum félögum ný tækifæri. Til að mynda muni margfalt fleiri fjárfestar fá upplýsingar um félög í Kauphöllinni en áður. Nú eru þeir um þrjú þúsund en inann skamms verða þeir 130 þúsund. Páll segir að með aðild að OMX verði íslensk félög miklu sýnilegri op það geri erlendum fjárfestum auðveldara með að bera þau saman við sambærileg félög erlendis. Þá vonist Kauphallarmenn eftir því að hægt verði að fá með þessu fleiri erlenda aðila að Kauphöllinni á næstu mánuðum. Viðskipti Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum. Útboðsgengið á hlutabréfum í Icelandair fyrir skráninguna í morgun var 27, sem þýðir að félagið var metið á 27 milljarða króna. Strax við upphaf skráningar fór gengið í 27,8, og því hækkaði markaðsvirði félagsins um tæpan milljarð. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir skráninguna þýða fjölgun í eigendahópnum sem styrki og efli fyrirtækið. Fyrirtækið hafi vaxið ört undanfarin ár og Icelandair ætli sér að taka þátt í auknum vexti ferðaþjónustunnar sem framundan sé í heiminum. Skráningin stuðli að auknum aga á rekstri fyrirtækisins. Jón Karl segir enn fremur að skráningin auki sveigjanleika fyrirtækisins því nú komi erlendir fjárfestar inn í það sem sé mjög ánægjulegt. Vonandi verði meiri áhugi þar og þar með geti fyrirtækið vaxið meira inn á fleiri erlenda markaði. Páll Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallar Íslands, telur sérstaklega hagstætt að ganga inn í Kauphöllina um þessar mundir þegar hún er orðin hluti af Norrænu Kauphöllinni OMX Nordic Exchange. Þetta skapi Icelandair og öðrum skráðum félögum ný tækifæri. Til að mynda muni margfalt fleiri fjárfestar fá upplýsingar um félög í Kauphöllinni en áður. Nú eru þeir um þrjú þúsund en inann skamms verða þeir 130 þúsund. Páll segir að með aðild að OMX verði íslensk félög miklu sýnilegri op það geri erlendum fjárfestum auðveldara með að bera þau saman við sambærileg félög erlendis. Þá vonist Kauphallarmenn eftir því að hægt verði að fá með þessu fleiri erlenda aðila að Kauphöllinni á næstu mánuðum.
Viðskipti Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira