Samtök hernaðarandstæðinga: Nýtt nafn, sama andstaðan 27. nóvember 2006 13:01 Stefán Pálsson, endurkjörin formaður SHA Nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga var breytt á landsfundi þeirra í gær. Nýja heitið er Samtök hernaðarandstæðinga. Með þessari nafnbreytingu segjast samtökin hnykkja ekki aðeins á þeim gleðilega áfanga sem náðist með lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði í haust, heldur minna á að verkefnin eru eftir sem áður óþrjótandi, eins og segir í tilkyningu um landsfundinn. Samtökin segjast ætla að berjast gegn vígvæðingu um heim allan,hernaðarbandalögum og stríðsrekstri. Í ályktun segjast samttökin fagna uppgjöri forystu Framsóknarflokksins við Íraksstríðið og skora á Sjálfstæðisflokkinn að gera nú einnig hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkenna að rangar ákvarðanir voru teknar á röngum forsendum og á rangan hátt í þessu máli. Samtökin skora líka á ríkisstjórn Íslands að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hínar viljugu þjóðir og hefðu aldrei átt að vera þar. Í ályktun landsfundar um hernaðarsamstarf við Norðmenn, segir svo "Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður" við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands" hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum." Í ályktun SHA um varnarsamstarfið við Bandaríkin segjast þau vilja minna á hið sjálfsagða baráttumál sitt, Ísland úr NATO og hvetja alla stjórnmálaflokka til þess að gera uppsögn hins nýja samkomulags að grundvelli utanríkisstefnu sinnar fyrir alþingiskosningar 2007. Stefán Pálsson, var endurkjörinn formaður SHA. Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga var breytt á landsfundi þeirra í gær. Nýja heitið er Samtök hernaðarandstæðinga. Með þessari nafnbreytingu segjast samtökin hnykkja ekki aðeins á þeim gleðilega áfanga sem náðist með lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði í haust, heldur minna á að verkefnin eru eftir sem áður óþrjótandi, eins og segir í tilkyningu um landsfundinn. Samtökin segjast ætla að berjast gegn vígvæðingu um heim allan,hernaðarbandalögum og stríðsrekstri. Í ályktun segjast samttökin fagna uppgjöri forystu Framsóknarflokksins við Íraksstríðið og skora á Sjálfstæðisflokkinn að gera nú einnig hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkenna að rangar ákvarðanir voru teknar á röngum forsendum og á rangan hátt í þessu máli. Samtökin skora líka á ríkisstjórn Íslands að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hínar viljugu þjóðir og hefðu aldrei átt að vera þar. Í ályktun landsfundar um hernaðarsamstarf við Norðmenn, segir svo "Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður" við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands" hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum." Í ályktun SHA um varnarsamstarfið við Bandaríkin segjast þau vilja minna á hið sjálfsagða baráttumál sitt, Ísland úr NATO og hvetja alla stjórnmálaflokka til þess að gera uppsögn hins nýja samkomulags að grundvelli utanríkisstefnu sinnar fyrir alþingiskosningar 2007. Stefán Pálsson, var endurkjörinn formaður SHA.
Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira