Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera 8. september 2006 18:30 Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár. Fréttir Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla.Það var ekki mikið um að vera hjá starfsmönnum Officersklúbbsins þegar okkur bar að garði. Þar sem áður var rekið glæsilegt veitingarhús sitja starfsmenn eldhússins, drekka kaffi og spila á spil. Enda ekki mikið annað að gera þar sem engin starfssemi er í klúbbnum lengur.Sama er uppi á teningnum annars staðar á svæðinu. 288 Íslendingar vinna enn hjá Varnarliðinu og munu gera það út september en þá rennur uppsagnarfrestur þeirra út.Um helmingur þeirra Íslendinga sem enn eru við störf hjá Varnarliðinu eru eldri en 50 ára. Þeir eru uggandi um hvað tekur við. Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Bubbi eins og hann er oftast kallaður hefur unnið hjá Varnarliðinu í 30 ár og hann er ósáttur. Hann segir að flestir starfsmannanna hafi frétt það í gegnum sjónvarpið að segja ætti fólki upp.Bubbi mætir eins og hinir Íslendingarnir í vinnu á hverjum morgni og þá er hellt upp á kaffi. Síðan er skrafað um hvað gera skuli þann daginn en þar sem engin verkfæri eru á staðnum gengur erfiðlega að finna verkefni. Nú hefur starfsmönnum verið sagt að taka alla sína persónulega muni, annars verði þeim fleygt. Bubbi er óhress með að þegar hann fer heim eftir vinnudaginn þá er leitað í bílnum hans. Það finnst honum súrt, að komið sé fram við sig eins og glæpamann, þegar það er ekkert eftir á svæðinu sem hægt er að ræna.Bubbi segir mikinn missi vera af gamla vinnustaðnum enda staðurinn búinn að vera hans annað heimili í 30 ár.
Fréttir Innlent Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira