Bein íslenskra folalda notuð í vaxtahvetjandi lyf 5. september 2006 17:13 MYND/Anna Fjóla Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Það er Sláturfélag Suðurlands sem stendur að verkefninu í samvinnu við þýska lyfjafyrirtækið Ossacur AG. Það hófst fyrir þremur árum sem tilraunaverkefni og hefur reynslan verið mjög góð að sögn Seinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Hann segir lyfið vera vaxahvata sem notað sé til viðgerða á beinum, t.a.m. til að láta hryggjarliði vaxa saman ef brjóskið á milli þeirra er ónýtt. En hvernig kom það til að þýskur lyfjaframleiðandi fór að leita sér folaldabeina á Íslandi? Steinþór svarar því til að fyrir 3-4 árum fóru forsvarsmenn Ossacur að hafa áhyggjur af ástandinu í Evrópu út af kúariðu og öðrum sjúkdómum og vildu finna „uppsprettu sem væri hrein". Í kjölfarið höfðu þeir samband við SS og hjólin fóru að snúast. Steinþór reiknar með að bein úr um 200 folöldum verði flutt út á þessu ári, um 20% folalda sem SS slátrar, og líklega enn fleiri á komandi árum. Og verkefnið kemur íslenskum bændum til góða því þeir fá uppbót á kílóverðið á folöldunum. Þeir þurfa þá t.d. að afhenda folöld, sem ráðgert var að slátra í nóvember, til slátrunar sem fram á að fara í byrjun september. Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Bein íslenskra folalda eru notuð sem hráefni í vaxtahvetjandi lyf sem framleitt er í Þýskalandi. Bændur hér á landi njóta góðs af verkefninu þar sem þeir fá hærra verð greitt fyrir folöld sem notuð eru við lyfjaframleiðsluna. Það er Sláturfélag Suðurlands sem stendur að verkefninu í samvinnu við þýska lyfjafyrirtækið Ossacur AG. Það hófst fyrir þremur árum sem tilraunaverkefni og hefur reynslan verið mjög góð að sögn Seinþórs Skúlasonar, forstjóra SS. Hann segir lyfið vera vaxahvata sem notað sé til viðgerða á beinum, t.a.m. til að láta hryggjarliði vaxa saman ef brjóskið á milli þeirra er ónýtt. En hvernig kom það til að þýskur lyfjaframleiðandi fór að leita sér folaldabeina á Íslandi? Steinþór svarar því til að fyrir 3-4 árum fóru forsvarsmenn Ossacur að hafa áhyggjur af ástandinu í Evrópu út af kúariðu og öðrum sjúkdómum og vildu finna „uppsprettu sem væri hrein". Í kjölfarið höfðu þeir samband við SS og hjólin fóru að snúast. Steinþór reiknar með að bein úr um 200 folöldum verði flutt út á þessu ári, um 20% folalda sem SS slátrar, og líklega enn fleiri á komandi árum. Og verkefnið kemur íslenskum bændum til góða því þeir fá uppbót á kílóverðið á folöldunum. Þeir þurfa þá t.d. að afhenda folöld, sem ráðgert var að slátra í nóvember, til slátrunar sem fram á að fara í byrjun september.
Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira