Hátekjufólk borgar hlutfallslega lægri skatta en meðalmaður 31. ágúst 2006 14:00 MYND/NFS Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Íslensk skattalöggjöf eykur ójöfnuð launafólks en skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en hækkað hjá láglaunafólki. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Stefán gagnrýnir skattastefnu íslenskra stjórnvalda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir lækkun skattbyrðarinnar hjá hátekjufólki margfalt meiri hér á landi en til að mynda í Bandaríkjunum en þar stóð Bush stjórnin fyrir skattlækkunum sem voru afar umdeildar. Stefán gengur svo langt að segja að hér á landi sé rekin róttæk ójafnaðarstefna og ef sama stefna verður rekin áfram þurfi ekki mörg ár þar til að tekjuskiptingin á Íslandi verði álíka ójöfn og í Bandaríkjunum sem mundi þykja tíðindi um alla Evrópu.Þegar breytt skattbyrði er skoðuð kemur í ljós að skattbyrði hátekjufólks hefur lækkað frá árinu 1993 en skapi hækkað hjá öðrum hópum. Á þessu línuriti sjáum við hlutfall heildarskatta Íslendinga sem prósentur af heildartekjum þeirra. Bláu súlurnar sína hlutfall skatta af heildartekjum árið 1993 en þær gulu hlutfallið eins og það er nú. Eins og sjá má þá fer meira af tekjum fólks í skatta nú en fyrir 13 árum nema þegar litið er til hátekjufólks en þar hefur hlutfallið lækkað verulega. Eins vekur athygli að allra tekjuhæstu hóparnir greiða hlutfallslega minna í skatta en meðaltekjuhópurinn. Súlan lengst til hægri sýnir hlutfall skatta á tekjur þeirra eitt prósent fjölskyldna sem eru með hæstu tekjurnar. Sá hópur greiðir tæplega 16 prósent af tekjum sínum í skatta en meðalhópurinn um 25 prósent. Fyrir 13 árum þá greiddu hæstlaunaðasti hópurinn um 35 prósent tekna sinna í skatta og meðalhópurinn um 20 prósent.Stefán segir í grein sinni að nýjustu tölur frá Ríkisskattstjóra bendi til þess að ójöfnuðurinn hafi enn aukist á árinu 2005 og segir hann aukningu ójöfnuðar hraðari hér á landi en annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira