Mikill verðmunur á bílatryggingum 25. ágúst 2006 17:08 Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. ASÍ sendi mann út með Volkswagen Golf sem lét öll félögin sex gera tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubílinn. Talsverður munur reyndist á bæði iðgjaldi og skilmálum félaganna. Mestur var munurinn á tryggingafélaginu Elísabetu sem var með tilboð frá 51.000 krónum og Sjóvá-Almennum sem gerði tilboð upp á tæplega 80.000 krónur. Munar þar 29.000 krónum eða 56% á ársgrundvelli. Hjá Elísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingarmiðstöðinni er einnig iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bætur úr ábyrgðartryggingu eða slysatrygginu, sem eru 50.000 krónur eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 krónur hjá Elísabetu og Tryggingamiðstöðinni og 18.000 hjá Sjóvá- Almennum og Sjóvá-Strax. En þessar upphæðir leggjast ofan á fyrri tryggingu valdi bifreiðareigandi tjóni upp á 50.000 krónur eða meira. Hjá Vátryggingafélagi Íslands og Verði-Íslandstryggingu er fyrirkomulagið annað, en þar er bónuskerfi og lækkar bónusinn við næstu endurnýjun og iðgjöldin hækka ef viðskiptavinur veldur tjóni sem félagið greiðir bætur fyrir. Skilmálar um framrúðutryggingu eru ekki eins milli fyrirtækja og er VÍS eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins, en ekki bara framrúðuna. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu en mismunandi mikil. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Elísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð 2.200 og hámark 22.000 og hjá Elísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 krónur og að hámarki 19.900. Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. ASÍ sendi mann út með Volkswagen Golf sem lét öll félögin sex gera tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubílinn. Talsverður munur reyndist á bæði iðgjaldi og skilmálum félaganna. Mestur var munurinn á tryggingafélaginu Elísabetu sem var með tilboð frá 51.000 krónum og Sjóvá-Almennum sem gerði tilboð upp á tæplega 80.000 krónur. Munar þar 29.000 krónum eða 56% á ársgrundvelli. Hjá Elísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingarmiðstöðinni er einnig iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bætur úr ábyrgðartryggingu eða slysatrygginu, sem eru 50.000 krónur eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 krónur hjá Elísabetu og Tryggingamiðstöðinni og 18.000 hjá Sjóvá- Almennum og Sjóvá-Strax. En þessar upphæðir leggjast ofan á fyrri tryggingu valdi bifreiðareigandi tjóni upp á 50.000 krónur eða meira. Hjá Vátryggingafélagi Íslands og Verði-Íslandstryggingu er fyrirkomulagið annað, en þar er bónuskerfi og lækkar bónusinn við næstu endurnýjun og iðgjöldin hækka ef viðskiptavinur veldur tjóni sem félagið greiðir bætur fyrir. Skilmálar um framrúðutryggingu eru ekki eins milli fyrirtækja og er VÍS eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins, en ekki bara framrúðuna. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu en mismunandi mikil. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Elísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð 2.200 og hámark 22.000 og hjá Elísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 krónur og að hámarki 19.900.
Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira