Jónas við stýrið, segir sonur hans 8. maí 2006 17:00 Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira