Stór söfn og lítil þurfa geymslur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 30. desember 2006 06:00 Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa tíðindi af íslenskum safnamálum birst í Fréttablaðinu. Þar ber allt að sama brunni: íslensku stóru söfnin búa við ónógt húsnæði til sýninga og það sem verra er: geymsluhúsnæði þeirra er of lítið og víða bágborið miðað við öryggi og varðveislukröfur. Heimildir Fréttablaðsins eru af tvennum toga: forstöðumenn safna hafa lýst ástandinu frá sínum bæjardyrum, og skýrsla sem menntamálaráðherra lét vinna fyrr á þessu ári bregður ljósi á málið. Lofa verður það sem þarft er unnið: menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir skýrsluna – og stinga henni ekki undir stól. Flokkur ráðherrans hefur farið með málefni safna í þrjú kjörtímabil og ber því ábyrgð á ástandinu: skortir hátt í 17 þúsund fermetra af geymslurými svo viðunandi geti talist. Söfn eru grunneining menningar í hverju samfélagi sem gjarnan er litið til þegar gesti ber að garði. Söfn hafa á síðustu áratugum skilgreint sig á nýjan leik víða um lönd, skipulagt sýningar með nýjum leiðum í boðun og upplýsingu – og hreinni skemmtun. það má sjá hér á landi í nýjum sýningum Þjóðminjasafns og sýningunni 871 í Aðalstræti er glæsilegt nýnæmi. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur hafa sýnt hugdirfsku í samantekt innlendra sýninga og flutt hingað nýja og gamla myndlist sem hrærir gesti. En betur má ef duga skal: fram undan eru tröllaukin verkefni: loksins á að gera eitthvað í marglofuðum og sviknum endurbótum á aðstöðu Náttúrugripasafnsins. Fagna ber frumkvæði borgarstjórnar Reykjavíkur og líka áhuga Borgarbyggðar á safninu. Það er fagnaðarefni þegar sveitarstjórnir sýna áhuga söfnum: vel skipulögð og hugsuð söfn eru virkjanir andans, þar falla vötn sem skila orku. Ný söfn eru eitt, geymslurnar annað. Hvert safn þarf bakland: sérhæft húsnæði, nútímaleg skráningarkerfi, vel menntað og virkt starfsfólk. Nú skortir Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið geymslur, aðstaða Þjóðskjalasafns er slæm, Árnastofnun bíður þess að byggt verði við Þjóðarbókhlöðu svo handritin búi við sæmandi húsakost – meira að segja Landsbókasafnið bráðvantar geymslur. Í Kvikmyndasafninu er nóg pláss en þar er unnið við þarfa endurskráningu og lítið sinnt að koma safngripum á afrit. Og þannig má lengi halda áfram. Í skýrslu áðherrans er hugað að litlum hluta safna þjóðarinnar: Nýlistasafnið er með safnkost sinn í hörmulegum aðstæðum, öryggis- og geymsluaðstæður byggðasafna eru víða slæmar. Er ekki sé ástæða að nema staðar og hætta dreifingu safna um landið sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að þóknast byggðasjónarmiðum. Smáþjóð hefur ekki efni á að drita söfnum um allar koppagrundir. Til þess eru ráðherrar og ráðuneyti að hafa yfirsýn – ástand í safnamálum bendir til að hana hafi skort um árabil – jafnvel áratuga skeið. Það þarf pólitískt hugrekki til að viðurkenna það – og enn meira þor til að bæta úr ástandinu. Vilji menn hafa efni á að kallast menningarþjóð – í verki.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun