Leiðin til jafnvægis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. desember 2006 00:01 Ekkert er eins mikilvægt fyrir íslenskan almenning og að koma á jafnvægi í íslensku samfélagi og hagkerfi. Loforð stjórnarflokkanna til almennings um betri kjör í formi skattalækkana og hærri húsnæðislána hafa því miður reynst bjarnargreiði. Nýir útreikningar sýna að verðbólga undanfarinna ára, sem rekja má til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, hefur étið upp allan ávinninginn af lægra skatthlutfalli hjá venjulegum fjölskyldum og það sem verra er, skuldabyrði þessara heimila hefur aukist verulega. Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur vegna lægri skatta á kjörtímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna - uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans. Sú hækkun veldur því að hjónin munu greiða vexti af þessari viðbótar milljón næstu 16 árin. Hvað er til ráða? Við þurfum að stuðla að nýju jafnvægi í efnahagsmálum, draga úr stóriðjuframkvæmdum sem valda krampakenndri þenslu en þess í stað skapa atvinnulífinu heilbrigt starfsumhverfi. Við getum dregið til okkar þekkingarfyrirtæki m.a. í fjármálastarfsemi en jafnvægi er alger forsenda þess að þau leiti hingað til lands. Við þurfum að styrkja þann grundvöll sem getur staðið undir öflugu þekkingarhagkerfi í landinu- menntastofnanir, öflugar samgöngur og háhraðanettengingu um land allt. Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því upptaka evru myndi - þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ekkert er eins mikilvægt fyrir íslenskan almenning og að koma á jafnvægi í íslensku samfélagi og hagkerfi. Loforð stjórnarflokkanna til almennings um betri kjör í formi skattalækkana og hærri húsnæðislána hafa því miður reynst bjarnargreiði. Nýir útreikningar sýna að verðbólga undanfarinna ára, sem rekja má til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, hefur étið upp allan ávinninginn af lægra skatthlutfalli hjá venjulegum fjölskyldum og það sem verra er, skuldabyrði þessara heimila hefur aukist verulega. Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur vegna lægri skatta á kjörtímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna - uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans. Sú hækkun veldur því að hjónin munu greiða vexti af þessari viðbótar milljón næstu 16 árin. Hvað er til ráða? Við þurfum að stuðla að nýju jafnvægi í efnahagsmálum, draga úr stóriðjuframkvæmdum sem valda krampakenndri þenslu en þess í stað skapa atvinnulífinu heilbrigt starfsumhverfi. Við getum dregið til okkar þekkingarfyrirtæki m.a. í fjármálastarfsemi en jafnvægi er alger forsenda þess að þau leiti hingað til lands. Við þurfum að styrkja þann grundvöll sem getur staðið undir öflugu þekkingarhagkerfi í landinu- menntastofnanir, öflugar samgöngur og háhraðanettengingu um land allt. Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því upptaka evru myndi - þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun