Aumur blettur í frístundamálum? 29. nóvember 2006 05:00 Þau eru merkileg viðbrögð sumra framsóknarmanna við litlu viðtali sem Fréttablaðið birti í gær við Dofra Hermannsson, varaborgarfulltrúa og föður barns á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvoginum. Netmiðlaskríbentar flokksins hófu strax stórsókn eftir því sem mér er tjáð og foringinn í borgarstjórn svarar fyrir sig á tveimur stöðum í Fréttablaðinu í dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sumir framsóknarmenn séu aumir fyrir ábendingum af því tagi að hundruð barna hafi verið á biðlista í haust. Það vill svo til að ástandið hefur verið verst í Grafarvoginum, en þar hefur Dofri og fleiri foreldrar verið ötulir í því að reyna að finna leiðir til að leysa úr og meðal annars tekið upp hugmynd sem áður hafði verið rætt um sem bráðabirgðalausn fyrir þá sem ekki þurfa fulla vistun. Dofri á skilið lof fyrir innlegg sitt í þeirri baráttu sem fulltrúar Samfylkingar áréttuðu í íþrótta- og tómstundaráði og skilaði sér m.a. í því að starfsmenn ÍTR fóru þessa leið. Fyrir vikið hefur m.a. tekist að vinna á biðlistanum. Ég get alveg tekið undir það að það er ánægjulegt að nú í nóvember fór tala þeirra barna sem eru á biðlista undir þá tölu sem var um svipað leyti í fyrra. Fram að því var fjöldi barna á biðlista mun meiri. Vandi foreldra og barna sem ekki fá umbeðin pláss getur verið talsverður. Fram hefur komið að þriðjungur barna sem ekki hefur fengið vistun er einn heima sem ekki er gott. Það vita allir í hverju vandinn liggur. Það vantar starfsfólk. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, beitti sér fyrir launahækkun þessa starfsfólks. Sú aðgerð hefur án efa haft talsvert að segja. Það er hins vegar eftirtektarvert að sjálfstæðismenn hafast lítið að í ljósi þess að fulltrúar þeirra í borgarstjórn fyrir ári fóru nánast hamförum yfir stöðunni sem þá var í biðlistamálum og gáfu í skyn að það væri lítið mál að eyða biðlistum, bara ef þeir fengju að stjórna. Reynslan sýnir nú annað ef litið er á biðlista eftir plássum á dagheimili og frístundaheimili. Það er svo athyglisvert út af fyrir sig að nýverið samþykktu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hækkun á ýmsum gjöldum upp á 8,8%, meðal annars fyrir frístundaheimili. Þetta er meiri hækkun en mér sýnist hægt að réttlæta út frá almennum verðlagsbreytingum. Það var reyndar athyglisvert að á síðasta fundi vissu fulltrúar meirihlutans í ÍTR ekki hvernig þessi tala væri til fundin. Þetta væru einungis boð úr Ráðhúsinu. Og þau boð rýra kjör þeirra foreldra sem þurfa að borga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þau eru merkileg viðbrögð sumra framsóknarmanna við litlu viðtali sem Fréttablaðið birti í gær við Dofra Hermannsson, varaborgarfulltrúa og föður barns á biðlista eftir plássi á frístundaheimili í Grafarvoginum. Netmiðlaskríbentar flokksins hófu strax stórsókn eftir því sem mér er tjáð og foringinn í borgarstjórn svarar fyrir sig á tveimur stöðum í Fréttablaðinu í dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að sumir framsóknarmenn séu aumir fyrir ábendingum af því tagi að hundruð barna hafi verið á biðlista í haust. Það vill svo til að ástandið hefur verið verst í Grafarvoginum, en þar hefur Dofri og fleiri foreldrar verið ötulir í því að reyna að finna leiðir til að leysa úr og meðal annars tekið upp hugmynd sem áður hafði verið rætt um sem bráðabirgðalausn fyrir þá sem ekki þurfa fulla vistun. Dofri á skilið lof fyrir innlegg sitt í þeirri baráttu sem fulltrúar Samfylkingar áréttuðu í íþrótta- og tómstundaráði og skilaði sér m.a. í því að starfsmenn ÍTR fóru þessa leið. Fyrir vikið hefur m.a. tekist að vinna á biðlistanum. Ég get alveg tekið undir það að það er ánægjulegt að nú í nóvember fór tala þeirra barna sem eru á biðlista undir þá tölu sem var um svipað leyti í fyrra. Fram að því var fjöldi barna á biðlista mun meiri. Vandi foreldra og barna sem ekki fá umbeðin pláss getur verið talsverður. Fram hefur komið að þriðjungur barna sem ekki hefur fengið vistun er einn heima sem ekki er gott. Það vita allir í hverju vandinn liggur. Það vantar starfsfólk. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, beitti sér fyrir launahækkun þessa starfsfólks. Sú aðgerð hefur án efa haft talsvert að segja. Það er hins vegar eftirtektarvert að sjálfstæðismenn hafast lítið að í ljósi þess að fulltrúar þeirra í borgarstjórn fyrir ári fóru nánast hamförum yfir stöðunni sem þá var í biðlistamálum og gáfu í skyn að það væri lítið mál að eyða biðlistum, bara ef þeir fengju að stjórna. Reynslan sýnir nú annað ef litið er á biðlista eftir plássum á dagheimili og frístundaheimili. Það er svo athyglisvert út af fyrir sig að nýverið samþykktu framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hækkun á ýmsum gjöldum upp á 8,8%, meðal annars fyrir frístundaheimili. Þetta er meiri hækkun en mér sýnist hægt að réttlæta út frá almennum verðlagsbreytingum. Það var reyndar athyglisvert að á síðasta fundi vissu fulltrúar meirihlutans í ÍTR ekki hvernig þessi tala væri til fundin. Þetta væru einungis boð úr Ráðhúsinu. Og þau boð rýra kjör þeirra foreldra sem þurfa að borga.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar