Ekki horfið frá fyrra mati á varnarþörf 28. nóvember 2006 06:30 F-15-þota varnarliðsins Bandarísku þoturnar fóru frá Keflavík fyrir fullt og allt í sumar, en íslensk stjórnvöld hafa ekki horfið formlega frá því mati að viðvera orrustuþotna hér sé „lágmarksvarnarviðbúnaður“. MYND/Heiða Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill. Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu. Þau hafa þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn og aðra bandamenn í NATO um hugsanlega aukna aðkomu þeirra að því að tryggja þessar þarfir eftir brottför bandaríska varnarliðsins héðan. Þetta segir Jón Egill Egilsson, yfirmaður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. „Við höfum grundvallarforsendurnar fyrir þörf á vörnum Íslands. Við teljum hins vegar að þetta sé ekki aðgreinanlegt frá vörnum Atlantshafsbandalagsins í heild sinni og bandamanna okkar. Þetta komi fleirum við en okkur einum,“ sagði Jón Egill er Fréttablaðið bar undir hann ummæli sem norski varnarmálaráðherrann Anne-Grete Strøm-Erichsen lætur falla í viðtali við blaðið í dag, þess efnis að eigið mat Íslendinga á þörfinni á varnarviðbúnaði hérlendis sé forsenda fyrir viðræðum um eflt varnarsamstarf. „Þessi mál þurfum við að reka í góðu samstarfi bæði við bandalagið sem slíkt, og einnig við þá bandamenn sem hlut eiga að máli, ekki bara Norðmenn, og þá fyrst og fremst Bandaríkin þar sem fyrir liggur að vinna skuli úr þeirri niðurstöðu sem náðist í viðræðunum um framhald varnarsamstarfsins,“ áréttar Jón Egill. Hann segir þessi ummæli norska ráðherrans mjög í samræmi við það sem áður hefur komið fram, að Norðmenn séu reiðubúnir til viðræðna við Íslendinga um þessi mál, en frumkvæðið verði að koma frá Íslendingum. „Þeir hafa lengi sagt að þeir séu til reiðu ef við viljum tala við þá. Það sem þeir vilja forðast er að það líti út fyrir að þeir séu að þrönga sér upp á okkur,“ útskýrir Jón Egill. Norðmenn séu hvorki að þröngva sér upp á Íslendinga, né láti þeir í það skína að „þeir þurfi að kenna okkur stafrófið,“ það er Íslendingar séu fullfærir um það sjálfir að skilgreina sínar varnarþarfir. Eins og kunnugt er var það lengi mat íslenskra stjórnvalda að föst viðvera fjögurra orrustuþotna á Keflavíkurflugvelli væri lágmarksviðbúnaður til að tryggja varnir landsins. Spurður hvort horfið hafi verið frá því mati eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að kalla allt sitt lið héðan, segir Jón Egill að svo sé í raun ekki. „Það hefur aldrei verið sagt að við höfum horfið frá því mati. Við höfum ítrekað sagt að við hljótum að falla innan þess heildarmats sem NATO og allir okkar bandamenn byggja á. Þar er í gildi grundvallarstefna og við hljótum að hafa hana sem einn útgangspunktinn þegar við metum okkar varnarþarfir,“ segir Jón Egill.
Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira