Ekki öll sagan sögð 28. nóvember 2006 05:00 Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið tók í gær viðtal við ungan mann, sem á dóttur sem bíður enn eftir plássi á frístundaheimili í borginni. Ræðir ungi maðurinn, Dofri Hermannsson, þessa stöðu og gagnrýnir mig m.a. sem formann ÍTR fyrir að vera athafnastjórnmálamann en sinna þó ekki þessum skyldum mínum. Nú er það svo, að enn eru ríflega sjötíu börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR. Það er of mikið. En samt er það um helmingi minna en t.d. á sama tíma og í fyrra og raunar hefur gengið betur að fá fólk til starfa síðustu daga, sem vonandi skilar sér í fækkun barna á biðlista á næstu dögum. Við höfum líka tekið ákvörðun um að veita yngstu börnunum forgang, sem og þeim sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Sömuleiðis hefur aldrei verið auglýst jafnmikið eftir starfsfólki og þetta árið og þá höfum við lagt spurningar fyrir foreldra barna á biðlista og leitað eftir þeim sem aðeins þurfa hlutavistun, svo fleiri komist að. Allt gerum við þetta vegna þeirrar miklu spurnar sem er eftir vinnuafli. Þetta þekkjum við einnig frá skólum, leikskólum, verslunargeiranum og heilbrigðisþjónustunni. Atvinnuleysi er innan við eitt prósent, atvinnuþátttaka með því mesta í heiminum og ástandið einfaldlega mjög erfitt að þessu leytinu til. Það er erfitt að fá fólk. En þetta veit Dofri Hermannsson auðvitað. Þótt Fréttablaðið greini ekki frá því, hefur hann einmitt skrifað áður um þessi mál í vetur og ávallt með þeim hætti að reyna að gagnrýna mig persónulega. Það er hans siður, og hann um það. Dofri er nefnilega varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og starfsmaður flokksins og þess vegna pólitískur andstæðingur, svo ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Það sem mér finnst alvarlegra er að Fréttablaðið skuli birta viðtal við Dofra um þessi mál án þess að geta þess að Dofri sé stjórnmálamaður og varaborgarfulltrúi. Spurningin er: Sagði Dofri Fréttablaðinu ekki frá því, eða taldi Fréttablaðið ekki að lesendur ættu að vita af því? Ég tel skynsamlegast í þessari umræðu að koma hreint fram, þegar rætt er um viðkvæm pólitísk deilumál. Ef Dofri Hermannsson telur rétt að blanda börnum sem þurfa þjónustu frístundaheimilis inn í pólitískan slag, þá hann um það. En hann á þá að tala um það sem pólitík, en ekki sleppa því þegar honum hentar. Það er ekki sérlega smekklegt.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar