Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu 20. nóvember 2006 06:30 Lekinn sem hættir ekki. Fjölskyldan á Hólavegi 19 var nýbúin að leggja nýtt parkett þegar vatnsleki kom í ljós á ný. „Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu." Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
„Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu."
Innlent Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira