Hugmyndafræðileg flatneskja? 20. nóvember 2006 05:00 Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Björgvin Guðmundsson (mis)notar sl. fimmtudag stöðu sína á Fréttablaðinu til að lýsa í pistlinum Frá degi til dags, málefnastarfi Heimdallar síðastliðin tvö ár, sem „hugmyndafræðilegri flatneskju". Nú geti hins vegar „frjálshyggjumenn andað léttar" því „hugsjónir Heimdallar lifi góðu lífi" hjá núverandi stjórn, sem nýlega hafi mótmælt kaupum ríkisfyrirtækis á prentsmiðju og að ríkið reki RÚV. Lesendum til glöggvunar var Björgvin framarlega í hópi þeirra, sem réðu árum saman í Heimdalli, en urðu síðan ítrekað að lúta í lægra haldi í Heimdallar- og SUS-kosningum 2004-6. Er hann því miður iðulega í skrifum sínum fastur í þeim skotgröfum. Þegar við tókum við stjórn Heimdallar haustið 2004 var starfið að margra mati í lægð, stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn langt undir kjörfylgi, var um 23% í alþingiskosningum 2003. Samherjar Björgvins, hinir „sönnu" frjálshyggjumenn höfðu þá farið með völd í Heimdalli árum saman, en náðu ekki betur til ungs fólks en þetta. Þessu þurfti að snúa við og ný stjórn Heimdallar ákvað að leggja, auk hefðbundinna baráttumála frjálshyggju, áherslu á mál, sem sneru að ungu fólki: Húsnæðis- og menntamál, forvarnir, stöðu ungra innflytjenda, borgarmál og mannréttindi fatlaðra, samkynhneigðra og þolenda kynferðisafbrota. Kapp var lagt á að virkja sem flesta, gera starfið upplýsandi og skemmtilegt. Þetta var seinvirkt grasrótarstarf, sem skilaði sér. Síðastliðinn vetur sýndu reglulegar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að það hafði nær tvöfaldast meðal ungs fólks frá alþingiskosningum 2003. Fleira kemur til en breyttar áherslur í ungliðastarfi, en ég fullyrði að það eigi sinn þátt. Ég spyr því hvort það sé ekki hugmyndafræðileg flatneskja, ef pólitískt ungliðastarf snýst fyrst og fremst um mikilvægi frjáls markaðar og frelsis einstaklinga? Eiga stjórnmál ekki að snúast um fleira en rekstrarform og verða jöfn tækifæri ekki að fylgja frelsi einstaklingsins? Snúast stjórnmál ekki um aðstæður venjulegs ungs fólks? Ég tel að svo sé og er þess fullviss að það gerir líka ný stjórn Heimdallar, sem við studdum sl. haust, gegn félögum Björgvins. Stóraukinn stuðningur ungs fólks við Sjálfstæðisflokkinn bendir einnig til að það sé okkur sammála.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar