Fræddi ljósmæður um ungbarnaeftirlit 19. nóvember 2006 07:15 „Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim." Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Ég bjó í Cheghcheran sem er bær í Gowr-héraði í Mið-Afganistan. Þarna dvaldi ég í tvær vikur en héraðið er eitt af þeim fátækustu í Afganistan," segir Laufey sem var þar á vegum friðargæslunnar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Þingeyjarsýslu á Húsavík. „Aðstæður í Cheghcheran eru mjög frumstæðar og stærstur hluti barna fæðist í heimahúsum. Sem dæmi um frumstæða búsetuhætti má nefna að ekkert rafmagn er á svæðinu og vatnið er varla drykkjarhæft." Laufey segir að fræðslan hafi tekið mið af þeim aðstæðum sem fyrir voru en hún fólst í fyrirlestrum og verklegum æfingum. „Konurnar tala litla ensku og því þurfti túlk til að túlka úr ensku yfir á dari, sem er mál innfæddra." Eva segir að mæðradauði á þessu svæði sé með því mesta sem gerist í heiminum og tölur geri ráð fyrir að um 1.800 mæður deyi af hverjum 100.000 fæðingum þar sem börnin lifa. „Aðrar tölur gera ráð fyrir enn hærra hlutfalli mæðradauða eða 6.000 mæðrum af hverjum 100.000 fæðingum lifandi barna. Ástæður þessarar háu dánartíðni má rekja til frumstæðra aðstæðna, lítillar fæðingaraðstoðar frá faglærðu fólki og hás hlutfalls ungra mæðra en þær eru allt niður í 12-13 ára. Þá er skortur á ýmsum matvörum eins og ávöxtum sem rýrir næringarmöguleika verðandi mæðra." Laufey segir að hluti fræðslunnar hafi snúið að getnaðarvörnum en þær voru bannaðar á meðan talibanar réðu ríkjum í landinu. „Notkun getnðarvarna er þó enn lítið útbreidd, ég lenti í því að túlkurinn, sem var karlmaður, neitaði að túlka nákvæmar lýsingar mínar á notkun hettunnar." Laufey segir að í Afganistan sé karlmönnum bannað að sinna mæðraskoðun og fæðingarhjálp og það útiloki aðstoð lækna. „Uppsetning lykkjunnar og útskaf eftir fósturlát er því oft gert við frumstæðar aðstæður af aðilum sem ekki hafa nægjanlega þekkingu á þessum hlutum." Laufey segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort framhald verði á verkefninu en að konurnar sem setið hafi námskeiðið geti nú frætt þær sem bætist í hóp yfirsetukvenna. „Ég lít á það sem forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessu starfi og afganskar konur voru bæði opnar og áhugasamar um það sem ég hafði að segja þeim."
Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira