Klofningi spáð í Framsókn 19. nóvember 2006 08:00 „Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“ Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“
Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira