Rektor kærður til siðanefndar skólans 16. nóvember 2006 03:00 Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær. Innlent Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor háskólans á Bifröst, er borinn þungum sökum og sakaður um síendurtekin embættisafglöp í kæru núverandi og fyrrverandi starfsmanna skólans sem lögð hefur verið fram til siðanefndar skólans og háskólastjórnar. Rektor boðaði til fundar nemenda og starfsmanna Háskólans á Bifröst í gærdag vegna kærunnar. Í skýrslu sem fylgdi kærunni er rektor gefið að sök að hafa átt í ástarsambandi við nemanda sem sat á sama tíma sem fulltrúi nemenda í háskólaráði, tekið þátt í veðmáli við nemanda upp á háar fjárhæðir og sagður hafa margsinnis sveigt reglur sem hann hafi sett öðrum nemendum og starfsfólki sér í vil. Fundurinn var boðaður með fjöldapóstsendingu frá Runólfi sjálfum. Sem viðhengi við þeirri sendingu fylgdu málsskjöl kærunnar auk skýrslunnar sem þó var merkt sem „trúnaðarmál“. Á fundinum svaraði Runólfur ásökunum á hendur sér án andmæla og undir lok hans var síðan boðað til atkvæðagreiðslu um það hvort fundarmenn vildu hafa rektor áfram í starfi eður ei. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu hafa Runólf áfram í starfi. Þó ber að geta þess að einungis 218 af tæplega 600 nemendum og starfsmönnum greiddu atkvæði. Margir starfsmenn skólans höfðu þá gengið á dyr. Siðanefnd Háskólans á Bifröst hefur enn ekki fjallað um kærurnar á hendur Runólfi. Bryndís Ósk Jónsdóttir, formaður nemendafélags háskólans, segir stjórn skólafélagsins telja að siðanefndin hefði klárlega verið réttur vettvangur fyrir afgreiðslu málsins, ekki sá fundur sem haldinn var í gær. „Þarna var útdeilt ómerktum seðlum af handahófi og við vitum ekki neitt um það hversu margir tóku við þeim. Svo átti fólk bara að svara neitandi eða játandi. En málið er komið til siðanefndar sem mun koma saman og taka málið fyrir. Enda er þetta trúnaðarmál og átti aldrei að fara neitt lengra en þangað.“ Bryndís telur ekki að fundurinn eigi eftir að leysa nein af þeim vandamálum sem uppi eru á háskólasvæðinu. „Það er mjög lítið gagn í fundi eins og þessum. Þetta eru óviðunandi vinnubrögð og ekki hægt að byggja neitt á þessu.“ Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig við fjölmiðla í gær.
Innlent Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira