Börn allt niður í níu ára í sjálfsvígshættu 16. nóvember 2006 06:15 barna- og unglingageðdeild Algengasti aldur þeirra sem koma á Barna- og ungingageðdeild vegna mats á sjálfsvígshættu er 13 til 17 ára. Ástæðurnar eru oftast þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem kynferðislega misnotkun og vanrækslu. Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri. Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri.
Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira