Góð reynsla af einkarekinni öryggisleit 16. nóvember 2006 06:30 LEIFSSTÖÐ Lögð er áhersla á að gæði öryggisleitarinnar verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum sem gerðar eru um hana á sem hagkvæmastan hátt. Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“ Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Góð reynsla er af einkarekinni öryggisleit í Leifsstöð, að sögn Stefáns Thordersen, yfirmanns öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Um áramót rennur út sex mánaða reynslutímabil einkarekinnar öryggisleitar í flugstöðinni. Framkvæmdin er unnin undir eftirliti og stjórn öryggissviðs Flugmálastjórnar, en er á ábyrgð flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Flugmálastjórn ákvað í júlí að ganga til samstarfs við Securitas og Öryggismiðstöð Íslands við útvegun starfsmanna í skimun á komu- og skiptifarþegum þegar ljóst var að ekki tækist að ráða í allar stöður eftir hefðbundnum leiðum. Um 40 manns vinna nú við öryggisleit á vegum fyrirtækjanna í Leifsstöð. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst afskaplega vel,“ segir Stefán. „Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað tekið þetta út og það hefur verið algjörlega án athugasemda. Auk þess hefur þetta reynst mjög hagkvæmt fjárhagslega.“ Stefán segir að þetta fyrirkomulag hafi verið við lýði í nágrannalöndunum, þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. Hins vegar hafi tilkoma þess 4. júlí haft talsverðar breytingar í för með sér í Leifsstöð. Fyrir þann tíma hafi upprunaleit verið á hendi öryggisvarða frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli og þá hafi hún verið einskorðuð við flugstöðvarbygginguna. „Vegna kröfu frá Evrópubandalaginu þurfa allir farþegar utan þess, til að mynda farþegar frá Bandaríkjunum, Tyrklandi, Kúbu, Búlgaríu og fleiri löndum nú að sæta leit við komuna til landsins. Flugvöllurinn fékk á sig áminningu frá Eftirlitsstofnun EFTA meðan ekki var farið að þeim kröfum, sem hafði í för með sér að farþegar frá Leifsstöð til Evrópubandalagslanda urðu að sæta leit áður en þeir fóru inn og blönduðust öðrum farþegum. Þessu var aflétt eftir að núverandi framkvæmd öryggisleitar var tekin út af Eftirlitsstofnun EFTA. Í þessu tilliti er horft til þess að gæðin verði sem mest og jafnframt að orðið sé við kröfum um öyggisleitina á sem hagkvæmastan hátt,“ bætir Stefán við. „Eigi flugvöllurinn að vera samkeppnisfær og álögur sem minnstar á farþega þarf ávallt að leita leiða til þess að framkvæmdin sé af sem mestri ráðdeildarsemi.“
Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira