Útfærslan á kjöttollinum er enn óljós 16. nóvember 2006 06:30 kjötborðið í nóatúni Kaupmenn eru sammála um að þeir þurfi að sjá betur útfærslu á allt að fjörutíu prósenta tollalækkun á almennum kjötvörum til að geta sagt til um verðlækkunina. Ýmislegt er óljóst í því sambandi, til dæmis hvort reglum um innflutning verður breytt og magnið gefið frjálst. Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa. Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
Landbúnaðarráðherra hefur boðað nefnd þriggja ráðuneyta til að finna út hvernig allt að fjörutíu prósenta niðurfellingu tolla á almennum kjötvörum verður háttað. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að enn sem komið er hafi ríkisstjórnin bara gefið upp boltann. Útfærslan þurfi að skýrast fyrir áramót til að breytingin geti tekið gildi 1. mars. „Nú ríður á að fá útskýringu á því hvernig útfærslan verði, hversu margir tollflokkar fá 40 prósenta niðurfellingu og hverjir minna og veltu þessara þeirra. Þetta getur líka komið fram í því að hér verði meiri innflutningur á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni eða til dæmis unnar kjötvörur,“ segir hún. Erna telur lítið hægt að segja um áhrifin en segir ljóst að aðgerðirnar komi sjálfkrafa fram í verði til bænda, það liggi í hlutarins eðli. „Heildsöluverð á mjólkurvörum hækkar ekki fyrr en 1. janúar 2008. Bændur munu augljóslega leggja eitthvað af mörkum en við vitum ekki enn hvað þetta þýðir fyrir þeirra tekjur því að það veit enginn hvað allt að fjörutíu prósent þýðir,“ segir hún. „Mér finnst þetta jákvætt skref og engin spurning að þetta á eftir að skipta heimilin miklu máli en maður spyr sig að því hvernig þessi afsláttur á landbúnaðarvörum eigi eftir að líta út. Vörugjöldin hafa verið dulin skattheimta,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og vill sjá útfærsluna sem fyrst. „Það sést ekki alveg svart á hvítu hvernig þetta verður útfært.“ Sigurður Arnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaupáss, fagnar því að matvælaverð lækki. Hann telur mikilvægt að samhliða þessu verði fylgst með samkeppnisumhverfinu á matvörumarkaðnum. Hann telur að lækkunin hafi til dæmis ekki nein áhrif á mjólkurverð í Krónunni því þar sé mjólkin seld undir kostnaðarverði. „Það er ekki búið að kynna þessar hugmyndir, þær eru óklárar fyrir utan virðisaukaskattinn. Ég hef ekki séð neina útfærslu á tollalækkuninni en við munum skila þessari skattalækkun út í matvöruverðið. Við fögnum þessu útspili og viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa.
Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira