Bless jólastress? 16. nóvember 2006 05:00 Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar