Framlög hafa aukist en ekki nógu mikið 14. nóvember 2006 06:00 Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila. Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila.
Innlent Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira