Setjum Hafnarfjarðarveginn í stokk Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2006 05:00 Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngur og vegamál eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sjálfstæðismaðurinn Halldór Halldórsson, hefur gert nýjar kröfur í samgöngumálum að umfjöllunarefni í þessu blaði og Samtök verslunar og þjónustu hafa nýverið skorað á stjórnvöld að gera 10 ára stórátak í vegamálum. Hugmynd SVÞ er að ríkið einbeiti sér að endurnýjun stofnbrautakerfisins á næsta áratug, enda sé stofnbrautakerfið úr sér gengið og þoli ekki lengur þá miklu umferð sem á því er. Nú er það svo að 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Á hverju hausti er bitist um fjármagn til vegagerðar á Alþingi. Líklega verður kjördæmapotið aldrei grímulausara en í þeim hræringum. Og gildir þá einu úr hvaða stjórnmálaflokki menn koma. Í 16 ár hafa samgöngumálin verið í höndum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Margt hefur breyst til betri vegar en það breytir því ekki að höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, rétt eins og Vestfirðirnir hafa setið eftir. Samgöngumál höfuðborgarsvæðis og Vestfjarða eru með öllu ósambærileg en eitt eiga þessi svæði sameiginlegt: Það er komið að þeim í forgangsröðun vegaframkvæmda á vegum ríkisins. Framkvæmdastoppið sem átti að slá á þensluna í sumar - af sumum kallað „90-daga-Haarde-áætlunin" - gerði lítið sem ekkert gagn og mikið ógagn á þeim svæðum sem mest þurftu á lagfæringum að halda eins og á Vestfjarðakjálkanum. Á mínum heimaslóðum liggja miklar umferðaræðar. Reykjanesbrautin og Hafnarfjarðarvegurinn kljúfa Garðabæ í þrennt. Krafan um að setja Hafnar-fjarðarveg í stokk í Garðabæ er ekki ný af nálinni en hún verður háværari með auknum umferðarþunga og skertu öryggi vegfarenda. Lauslega áætlað gæti kostað 3-4 milljarða króna að setja Hafnarfjarðarveginn í stokk og brúa þannig bilið á milli miðsvæðis og vestursvæðis Garðabæjar. Það eru miklir peningar en á Hafnarfjarðarveginum er líka gífurleg umferð allan sólarhringinn. Lífsgæði fólksins sem býr í námunda við veginn og umferðaröryggi tugþúsundanna sem um hann aka daglega eru einnig í húfi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun