Ómarktækur umhverfisráðherra 23. október 2006 06:00 Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar