Sannleikur í stað uppspuna Björn Bjarnason skrifar 18. október 2006 05:00 Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun