Engin fólksfjölgun í aldarfjórðung 3. október 2006 06:45 Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður. Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Engin íbúafjölgun hefur átt sér stað á Vesturlandi síðastliðinn aldarfjórðung. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um þriðjung. Ef fjölgunin í landshlutanum hefði haldist í hendur við fjölgun á landsvísu væru íbúar á Vesturlandi 18.400 talsins í stað 14.800, eða þriðjungi fleiri. Það er fjölgun samsvarandi núverandi íbúafjölda í Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ samanlagt. Innan landshlutans hefur mesta fólksfækkunin verið í Dalabyggð, þar sem tveir af hverjum fimm íbúum hafa flust brott á tímabilinu. Íbúum hefur fjölgað mest í Grundarfjarðabæ, um fjórðung.Meðaltekjur allt niður í helmingMeðaltekjur í Helgafellssveit eru 163 þúsund krónur, helmingur af meðalmánaðartekjum á landinu. Meðaltekjur íbúa á Vesturlandi í fyrra voru að jafnaði um níu prósentum undir meðaltekjum á landsvísu, um 298 þúsund krónur á mánuði.Hæstu tekjurnar voru í Stykkishólmi, 384 þúsund, sem er tæplega fimmtungi yfir meðaltekjum á landsvísu, sem eru 327 þúsund. Munurinn á hæstu og lægstu tekjum í sveitarfélögunum í landshlutanum er því vel rúmlega tvöfaldur.Hlutfall útlendinga í landshlutanum er hið sama og á landsvísu, um fimm prósent. Í tveimur sveitarfélögum er hlutfallið þó helmingi hærra, Grundarfirði og Snæfellsbæ, og í Eyja- og Miklaholtshreppi eru útlendingar 17 prósent íbúa. Atvinnuleysi mælist alls staðar undir meðaltali í landshlutanum.Fermetraverð langt undir meðaltaliMeðalfermetraverð íbúðarhúsnæðis á Vesturlandi er langt undir meðaltali á landinu. Meðalverð í landshlutanum öllum er um 105 þúsund krónur á fermetrann ef miðað er við kaupverð íbúðarhúsnæðis árið 2005 þar sem fjöldi kaupsamninga er þrjátíu eða fleiri. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að tölurnar eru einfalt meðaltal kaupverðs. Eignir eru mismunandi eftir svæðum og skekkir það verðsamanburð milli þeirra.Verðið er lægst í Snæfellsbæ, um 66 þúsund krónur á hvern fermetra, en hæst á Akranesi, þar sem það er tæplega helmingi hærra, 118 þúsund krónur fermetrinn. 150 fermetra íbúðarhúsnæði kostar samkvæmt þessu tæpar tíu milljónir í Snæfellsbæ en tæpar átján milljónir á Akranesi. Til samanburðar má nefna að jafnstór íbúð á höfuðborgarsvæðinu kostar um 29 milljónir að meðaltali. Íbúi í Snæfellsbæ sem selur 150 fermetra íbúðarhúsnæði sitt og flytur á höfuðborgarsvæðið getur því keypt um 52 fermetra íbúð fyrir andvirðið.Óeðlilega lítil hreyfing á eignumÞá má skoða fjölda kaupsamninga á síðasta ári á hverja þúsund íbúa, en hæfileg hreyfing á eignum er gott merki um heilbrigðan fasteignamarkað. Meðaltalið fyrir landið allt var rétt undir 45 samninga á hverja þúsund íbúa. Í tveimur af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi var fjöldi kaupsamninga yfir meðaltali; á Akranesi og í Stykkishólmsbæ. Í öllum hinum var óeðlilega lítil hreyfing á eignum og lítið um kaup og sölu, og í fjórum sveitarfélögum voru gerðir tíu kaupsamningar eða færri á árinu. Í tveimur sveitarfélögum var enginn samningur gerður.
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira