370 fötluð börn líða fyrir deilu ríkis og sveitarfélaga 20. september 2006 07:15 Kristín Steinarsdóttir og Sigurbjörn Magnússon Segja ólíðandi að fötluð börn séu látin líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga. Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn. Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Þegar um fötluð börn er að ræðavirðist það talið eðlilegt að málin fái að velkjast í kerfinu svo mánuðum og árum skiptir án þess að nokkuð sé að gert, segja Sigurbjörn Magnússon og Kristín Steinarsdóttir, foreldrar fatlaðrar stúlku. Þau vísa með því í umræðu um viðveru fatlaðra grunnskólabarna á aldrinum tíu til sextán ára. Þegar grunnskólum lýkur eftir hádegi fá fötluð börn á þessum aldri hvergi inni vegna deilna milli ríkis og sveitarfélaga um hvort þeirra eigi að greiða fyrir þjónustuna sem börnin þarfnast. Þetta veldur því að foreldrar, annað eða bæði, neyðast til að vinna skemur með tilheyrandi launaskerðingu. Kristín bendir einnig á að þessi staða einangri börnin. Í byrjun mars á síðasta ári skipaði Árni Magnússon, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að fjalla um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu um miðjan síðasta mánuð. Í henni harmar starfshópurinn að heildstætt bráðabirgðasamkomulag hafi ekki náðst og leggur til að bráðabirgðasamkomulag verði gert milli ríkis og sveitarfélaga til tveggja ára, á meðan lög um málefni fatlaðra séu í endurskoðun. Samkomulag virðist þó ekki í sjónmáli og segir Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, ástæðuna vera þá að ríki og sveitarfélög hafi ekki náð að semja um upphæð sem þyrfti fyrir þessa þjónustu. Þrátt fyrir að ríkið telji sér ekki lagalega skylt að greiða fyrir þjónustuna hafi það komið með tilboð um kostnaðarskiptingu á móti sveitarfélögum, vegna brýnnar þarfar á þjónustunni. Þetta hafi sveitarfélögin þó ekki samþykkt. Sigurður Óli Kolbeinsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögum beri ekki skylda til að sjá um þessa þjónustu. Hann segir ástæðuna fyrir því að sveitarfélögin hafi ekki samið við ríkið vera þá að upphæðin sem ríkið hafi reiknað með að þurfi sé um 109 milljónir. Vitað sé að sú upphæð sé allt of lág. Sveitarfélögin hafi því ekki verið tilbúin að semja um að ríkið greiddi helming upphæðar sem vitað væri að ekki dygði til. Bráðabirgðaniðurstaða, hvað þá lausn, virðist hvergi í sjónmáli í þessu máli, segir Sigurbjörn Magnússon og bætir við að hann telji ekkert lengur því til fyrirstöðu að leysa málið. Börn eigi ekki að líða fyrir seinagang ríkis og sveitarfélaga, allra síst fötluð börn.
Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira