Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki 6. september 2006 08:00 Héraðsdómur Um 1.100 konur eru taldar verða fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi árlega. Enn fleiri verða fyrir andlegu ofbeldi en lítill hluti þess ratar inn á borð til yfirvalda. Börn geta orðið fyrir varanlegum skaða alist þau upp við heimilisofbeldi. Mynd/Vísir Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Andrés Ragnarsson sálfræðingur tekur heilshugar undir með Guðrúnu Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, og Bjarnþóri Aðalsteinssyni, lögreglufulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, en þau vilja að nálgunarbannslöggjöfinni verði breytt svo hægt verði að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Ég er sammála því að hin svokallaða austurríska leið sé til bóta og það er augljóst að nálgunarbannið þarf að virka sem betra hjálpartæki fyrir lögregluna, sagði Andrés. Hann hefur unnið með félagsmálaráðuneytinu að verkefninu Karlar til ábyrgðar, ásamt samstarfsmanni sínum Einari Gylfasyni, en það var endurvakið á vormánuðum þessa árs. Þetta er meðferðarúrræði sem boðið er upp á fyrir karlmenn sem vilja sjálfir taka á ofbeldishneigð sinni. Vandinn er mikill, því að áætlað er að um 1.100 konur verði árlega fyrir líkamlegu heimilisofbeldi hér á landi, sagði Andrés. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp á Alþingi um lagabreytingu sem gerir ráð fyrir upptöku hinnar austurrísku leiðar. Með henni er gert ráð fyrir því að lögreglan geti beitt nálgunarbanni með skömmum fyrirvara þolendum ofbeldisbrota til gagns, og þeim síðan hjálpað við að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Stuðningur hefur ekki verið nægur um frumvarpið innan þingsins en sams konar leið hefur verið tekin upp í Noregi, Svíþjóð og Danmörku eftir að hún var fyrst kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að koma á sérstöku ákvæði í lögum sem tekur til heimilisofbeldis. Ég hef lagt fram þingmál um að setja sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Það sem ríkisstjórnin gerði á síðasta þingi var að setja refsiþyngingarástæðu í lögin vegna heimilisofbeldis, en mér finnst þessi mál ekki aðeins snúast um að þyngja refsingarnar heldur einnig um það hvort löggjafinn nái utan um þessa glæpi. Það hefur lítið að segja að setja sérstök refsiþyngingarákvæði í lög ef málin komast ekki í gegnum kerfið, eins og sást nokkuð skýrlega á forsíðu Fréttablaðisins í gær. Ég held að það sé eðlilegast að koma í lög sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi svo hægt sé að taka á þessum málum með skilvirkum hætti. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála verið tekið til ákærumeðferðar það sem af er ári, en samkvæmt nýjustu tölum hafa tæplega 300 mál komið inn á borð lögreglu vegna heimilisofbeldis.
Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira