Segir andóf ekki liðið 6. september 2006 07:00 Falun Gong-liðar mótmæla Aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum þegar Kínaforseti kom til landsins voru mjög umdeildar. Deilt hefur verið um hversu langt mótmælendur geta gengið í aðgerðum sínum. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot. Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi lögregluna harkalega á hádegisfundi Háskólans í Reykjavík og Lögmannafélags Íslands í gær. Í erindi sínu, sem hann kallaði "Stendur lýðræðinu ógn af andófsmönnum?", sagði Ragnar það grundvallarreglu hjá lögreglunni á Íslandi að "líða ekki mótmæli" og vitnaði þar til nýlegra dæma á Kárahnjúkum og þess þegar kínverskir mótmælendur Falun Gong hreyfingarinnar, sem hafa umburðarlyndi og umhyggju að leiðarljósi, mótmæltu komu Kínaforseta hingað til lands sumarið 2002. Þá var meðlimum hreyfingarinnar snúið við á Keflavíkurflugvelli og þeir sendir til síns heima, auk þess sem 26 mótmælendur hreyfingarinnar voru fluttir í Njarðvíkurskóla og þeim haldið þar þangað til þeir voru sendir úr landi. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sagði í erindi sínu, sem hann kallaði "Lagaleg skylda og réttur lögreglu til aðgerða gegn ólögmætu framferði til mótmæla", lögregluna hafa skyldu til að gæta meðalhófs í framferði sínu, gagnvart mótmælendum og öðrum þegnum þjóðfélagsins, auk þess sem hann sagði lögregluna þurfa að "koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins, vinna að uppljóstrunum brota og fylgja lögum sem um þessa starfsemi gilda". Þá sagði Stefán að hlutverk lögreglu þegar kæmi að mótmælum væri í meginatriðum tvíþætt. Í fyrsta lagi að "aðstoða þá sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri", og í öðru lagi "að grípa inn í ef mótmælin ganga inn á rétt annarra eða raska almannaöryggi". Stefán mótmælti því að lögreglan hefði gengið á rétt mótmælenda með framferði sínu. Ragnar sagði "valdsmenn og lögreglu" hafa með ummælum sínum "leitast við að rengja merkingu orðsins mótmælendur, þannig að það þýði í raun afbrotamenn", og gagnrýndi lögreglu fyrir að umgangast ekki mótmælendur af virðingu og vinsemd eins og lög gerðu ráð fyrir. Nefndi hann dóma sem fallið hafa hér á landi máli sínu til stuðnings. Ragnar og Stefán svöruðu spurningum fundargesta úr salnum eftir erindi sín en flestar fyrirspurnirnar beindust að því hvar lögreglan gæti dregið mörkin í aðgerðum sínum gegn mótmælendum og til hvaða aðgerða mótmælendur gætu gripið til gegn lögreglu, gerðist hún sek um lögbrot.
Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira