Fjórðungur sveitarstjóra er konur 5. september 2006 07:15 Stefanía Katrín Karlsdóttir Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún. Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira
Búið er að velja eða ráða sveitar- eða bæjarstjóra í 64 af 79 sveitarfélögum landsins síðan í sveitarstjórnarkosningunum nú í maí. Af þessum 64 sveitarstjórum eru 16, eða fjórðungur, konur og 48 karlmenn, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Konur eru sveitarstjórar í tveimur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar er Mosfellsbær fjölmennastur, en sveitarfélagið Árborg næstfjölmennast. Helga Jónsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í þessum mánuði og verða þá konur sveitarstjórar í þremur af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Karlmenn eru borgar- eða bæjarstjórar í sex stærstu sveitarfélögunum, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Reykjanesbæ og Garðabæ. "Þeir sem verða sveitarstjórar eru ýmist pólitískt kjörnir, sem efstu menn á lista, eða ráðnir inn," segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. "Mér sýnist þessi skipting endurspegla hlut kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Þetta er kynjaskipting innan samfélagsins í hnotskurn, sýnist mér. Mér finnst að alltaf eigi að ráða hæfasta einstaklinginn til starfa, en hvort karlmenn eru hæfastir í þremur af fjórum tilvikum hef ég ekki hugmynd um." Alls búa 27.289 Íslendingar í sveitarfélögum undir stjórn kvenkyns sveitarstjóra. Það er um níu prósent af heildarfjölda Íslendinga. "Við teljum að jafnrétti hafi verið náð þegar hvorugt kynið hefur minni hlut en fjörutíu prósent í sveitarstjórnum," segir Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. "Það virðist vera sem konur nái ekki yfir þrjátíu prósentin í íslensku samfélagi. Tilhneigingin með röðun á lista var mikið til sú að karlmenn væru í 1. sæti og konur 2. sæti. Þá segir sig sjálft að það sé ólíklegra fyrir konur að komast í áhrifastöður. Auðvitað þurfa að vera fleiri konur í forsvari fyrir sveitarstjórnir. Þetta er slæm staða," segir Hugrún.
Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Sjá meira