Hafa náð tíu kílóum af fíkniefnum í ár 5. september 2006 08:00 Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins. Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Fíkniefni Alls hafa komið upp 37 fíkniefnamál hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli það sem af er árinu. Alls hefur verið lagt hald á um tíu kíló af fíkniefnum, en það er sama magn og var gert upptækt allt árið í fyrra. Söluandvirði efnisins er í kringum áttatíu milljónir króna. Þegar fjórðungur ársins er eftir hafa komið um fimm fíkniefnamál inn á borð tollgæslunnar í hverjum mánuði að jafnaði. Flest málin komu upp í febrúarmánuði síðastliðnum eða sjö talsins. Í umræddum mánuði voru tveir Litháar stöðvaðir við komuna hingað til lands með töluvert magn af amfetamínbasa, sem hefði að líkindum dugað til framleiðslu á um þrjátíu kílóum af amfetamíni. Þann 3. febrúar síðastliðinn var lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni, en það er nánast allt það amfetamín sem Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur fundið í ár. Í því máli var um að ræða 26 ára íslenskan karlmann sem var að koma frá París í Frakklandi með efnið falið undir fölskum botni í ferðatösku sinni. Magn amfetamínsins sem hald hefur verið lagt á í ár er nánast það sama og gert var upptækt allt árið í fyrra eða um fjögur kíló. Mun meira magn af amfetamíni hefur verið haldlagt hér á landi í ár en þessi tala gefur til kynna, nú síðast voru tveir Litháar gripnir af Tollgæslunni á Seyðisfirði með ellefu kíló af amfetamíni falið í tveimur bifreiðum við komu sína hingað til lands með Norrænu. Það sem af er árinu hefur tollgæslan lagt hald á tæp fimm kíló af kókaíni, en það er fimmfalt meira magn af kókaíni en gert var upptækt í fyrra. Þar munar mestu um mál síðan 9. ágúst síðastliðinn, þegar átján ára stúlka var stöðvuð í Leifsstöð með tvö kíló af kókaíni falin í farangri sínum. Hún var að koma frá London. Meðalaldur þeirra sem tollgæslan hefur haft afskipti af vegna fíkniefnamála á árinu er um 25 ár. Átta þeirra voru undir tvítugu. Sá yngsti var sautján ára piltur sem tekinn var á dögunum með um hundrað grömm af kókaíni, sem hann hafði falið í endaþarmi. Hann var að koma frá Amsterdam í félagi við annan mann. Vegna ungs aldurs piltsins var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Af þessum 37 tilfellum voru Íslendingar viðriðnir rúmlega helming þeirra, tólf karlmenn og sjö konur. Í hinum átján málunum voru flestir útlendingarnir frá Danmörku eða í fjórum tilfellum. Ýmsar aðferðir við smygl hafa verið notaðar á árinu. Þá hafa flestir verið gripnir með fíkniefnin á sér, ýmist í nærfötum, sokkum eða peningaveskjum. Tæplega fimmtugur íslenskur karlmaður reyndi að smygla um sjö hundruð grömmum af kókaíni inn til landsins í heimilistölvu og þá reyndi tæplega fertugur norskur karlmaður að smygla hassi inn til landsins í veiðarfæraboxi. Átta gerðu tilraun til að smygla efnum til landsins innvortis. Einn þeirra var 43 ára íslenskur karlmaður sem reyndi að smygla 25 grömmum af kókaíni og um sex grömmum af heróíni innvortis inn til landsins. Það er jafnframt eina tilfellið þar sem heróín hefur komið við sögu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Nú síðast voru tveir arabar, búsettir hér á landi, gripnir með fíkniefni innvortis við komuna til landsins.
Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira