Hundruð erlendra manna óskráð 28. ágúst 2006 07:15 Vilhjálmur Birgisson Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr. Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þjóðskráin afgreiðir um eitthundrað nýjar kennitölur fyrir erlenda starfsmenn fyrirtækja á hverjum degi og hefur samt ekki undan. Sex til átta vikur tekur að afgreiða kennitölurnar. Lögum samkvæmt á að gera það á tíu virkum dögum. Nýju lögin, sem sett voru 1. maí, halda hvorki vatni né vindum. Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarnir eru, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Fyrirtæki eiga að skila ráðningarsamningum við erlenda starfsmenn til Vinnumálastofnunar innan tíu daga frá því starfsmaðurinn hefur störf en gera ekki. Fyrirtækin geta ekki heldur staðið skil á staðgreiðslu skatta þegar kennitölu vantar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir nokkuð til í gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar en unnið sé ötullega að lausn málsins. Fulltrúar Vinnumálastofnunar eigi þessa dagana fundi með starfsmönnum Þjóðskrárinnar og skattyfirvalda. Í byrjun september eigum við von á að geta samkeyrt skrár og kennitölur til að finna út hverjir fá greidd laun án þess að vera skráðir. Höfuðmáli skiptir að vinnuveitendur sem leggja inn ósk um kennitölu sendi okkur afrit af ráðningarsamningi en þeir virðast ekki gera það, segir Gissur. Hann tekur fram að töf á afgreiðslu kennitölu gefi vinnuveitendum ekki rétt á að bíða með að senda inn ráðningarsamning en vinnuveitendur virðist hafa misskilið þetta. Áhyggjur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um að svört atvinnustarfsemi hafi eða muni aukast vegna ástandsins hjá hinu opinbera. Gissur segir hægt að leiða líkur að því að þeir skipti hundruðum erlendu starfsmennirnir sem hafi verið óskráðir hér á landi í sumar. Við höfum þetta ekki fast í hendi. Vinnumálastofnun hefur heimild til að grípa til dagsekta sé ekki farið að lögum. Gissur segir að ekki hafi verið tilefni til að grípa til þessarar heimildar en ekki sé útilokað að það verði gert þegar stofnunin hafi fengið fullvissu sína um að tilkynningarskyldan sé öllum skýr.
Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira